Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Troll Hunter (Trolljegeren) er norsk fantasíu hrollvekja frá árinu 2010. Það hefur ekki mikið farið fyrir myndinni en hún hefur verið sýnd í völdum kvikmyndahúsum og kom út á DVD í Bretlandi og víðar 9. janúar síðastliðinn. Í myndinni er fylgst með þremur nemendum úr Volda University sem rannsaka bjarnardráp í Noregi. Nemendurnir, Thomas, Johanna og Kalle, festa rannsóknina á filmu og gruna mann að nafni Hans um þennan glæpsamlega verknað. Við nánari athugun kemur þó í ljós að Hans er ekki á bjarnarveiðum, heldur tröllaveiðum! Í kjölfarið fær áhorfandinn að fylgjast með ferðalagi hópsins og örlögum þeirra. Tæknibrellur myndarinnar…

Lesa meira

Að fá sína fyrstu PC-tölvu er ekkert grín… nema í þessu stutta myndbandi sem tæklar erfiðar spurningar varðandi fyrstu PC-tölvuna þína, á borð við; hvað ef fjölskyldan þín lætur klóna þig og sparkar þér svo út? Hvað gerir mætingarstjóri skólans ef hún er líka nunna? Gefðu þér smá tíma fyrir þessa Serial Experiments Lain satíru og reyndu þitt besta að verða ekki hater-gator. – ABG

Lesa meira

Þar er hægt að finna heilan helling af staðreyndum um hvað hver sekúnda á YouTube jafngildir ef miðað væri við eitthvað sem gerist í rauntíma. Það er einfaldara að átta sig á því hvað ég er að reyna að segja með því að heimsækja síðuna. Hægt er að eyða þó nokkrum tíma í að dunda sér að horfa á þessar þrælskemmtilegu staðreyndir sem þeir hafa sett upp á þann hátt að það er tímalína sem rennur áfram og á ákveðnum tímamótum (með stuttum millibilum) koma staðreyndir sem eru skemmtilega mynd- og hljóðskreyttar til að gera síðuna enn eftirminnilegri og skemmtilegri.…

Lesa meira

Árið 2011 var ansi gott leikjaár. Við fengum Skyrim, LittleBigPlanet 2, Portal 2, Mortal Kombat, LA Noire, FIFA 12, Batman: Arkham City, Saints Row: The Third í hendurnar og fleiri ekki-eins-góða titla á borð við Duke Nukem Forever… þvílík sóun á pixlum! En hvað býður leikjaárið 2012 upp á? Hér fyrir neðan fjalla ég um 12 mest spennandi tölvuleiki fyrir 2012 og í lokin lista ég hrúgu af leikjum sem er vert að nefna. #12 LOLLIPOP CHAINSAW Þrusuöflugur B-mynda fílingur með erótísku ívafi! Spilarinn stjórnar sjóðheitu klappstýrunni Juliet Starling sem berst við hjörð uppvakninga í skólanum sem hún gengur í.…

Lesa meira

Þriðji leikurinn í Saints Row seríunni, frá framleiðandanum Volition, kom út í nóvember 2011. Leikurinn var gefinn út fyrir Windows, Playstation 3 og Xbox 360. Saints Row: The Third er hasarleikur sem gerist í stórborginni Steelport þar sem spilarinn getur ráðið ferð sinni í stórum opnum heimi og hefur möguleika á að valda óreiðu og skemmdum á skemmtilegan og fjölbreyttan máta. SAGAN 3rd Street Saints (gengið sem spilarinn er í) eru orðnir að fjölmiðla risaveldi með ýmsar vörur merktar með Saints merkinu, eins og orkudrykki, fatnað og skemmtilegar japanskar auglýsingar. Saga leiksins snýst í kringum það hvernig Saints reyna…

Lesa meira

Árið 2009 var ákveðið að skipta Star Wars: A New Hope niður í 15 sekúndna myndbrot. Aðdáendur myndanna voru beðnir um að endurgera og túlka á sinn hátt eitt brot. Þúsundir aðdáenda tóku þátt í þessu verkefni, og það vakti svo mikla lukku að aðstandendur myndarinnar unnu til Primetime Emmy verðalauna. Nokkrum mánuðum eftir að verkefnið fór af stað voru brotin tekin saman og látin mynda kvikmynd í fullri lengd; Star Wars Uncut. Hér fyrir neðan má sjá þessa sprenghlægilegu og súrealísku útkomu. – EJ

Lesa meira

Hér koma nokkrar kynlífsstellingar sem tryggja að þú munir eignist nörda barn, ég get hinsvegar ekki sagt til um hvort kynið þið munuð eignast (því það er auðvitað ekki hægt!) en nörd verður það! Fyrir bestu útkomu er best að  nefna vininn og láfuna áður en lengra er haldið. Trúboðsstellingin… er klassísk, en ein og sér síar hún ekki nörda sæðisfrumurnar frá hinum sæðisfrumunum. Karlmaðurinn verður að vera í lopapeysu, helst gamaldags með lummulegu munstri og í handprjónuðum vettlingum. Ef þú ert hinsvegar mjög loðinn um kroppinn geturu sleppt lopanum og fengið kærustuna/konuna þína til að aðstoða þig við…

Lesa meira

Gleðilegt nýtt bíóár, kæru samnerðir! Ég vil byrja á að þakka öllum lesendum fyrir síðasta ár og vona að þetta ár verði jafnvel enn betra. Miðað við þær myndir sem væntanlegar eru á þessu ári, myndi ég segja að það sé ekki ólíklegt. Ég hef ákveðið að birta minn persónulega lista yfir 12 mest spennandi kvikmyndir ársins að mínu mati eins og sést hér fyrir neðan: Cabin In The Woods Afsakið, er ekki Chris Hemsworth of gamall til að klæðast þessari treyju? Ég einfaldlega veit ekki nógu mikið um Cabin in the Woods, en mér skilst að það sé…

Lesa meira

Aðeins degi eftir SOPA mótmælin hafa bandarísk stjórnvöld lokað Megaupload, sem er ein af stærri skjaladreifingarsíðum sem finnast á netinu í dag. Stofnendur síðunnar hafa verið ákærðir fyrir brot á höfundarrétti og er því haldið  fram að þeir hafi kostað rétthafa yfir 500 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar yfir 62 milljörðum íslenskra króna, í tapi. Samkvæmt bandaríska dómsmálaráðuneytinu var leitað á yfir 20 stöðum í níu löndum að verðmætum og ólöglegu efni. Í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér kemur fram að um er að ræða eitt stærsta brot á höfundarréttarlögum í Bandaríkjunum: This action is among the largest criminal copyright cases…

Lesa meira