Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

CCP // Presents Hilmar Veigar stígur á svið í Tranquility salnum og kynnir fyrir áhorfendum hverju þeir megi búast árið 2012 fyrir EVE heiminn. Hann fjallar líka um þá atburði sem eru liðnir á EVE Fanfest 2012 eins og góðgerðarmatinn og þöggla uppboðið sem söfnuðu í heildina 1,5 milljón kr. fyrir góðgerðarmál. Sem dæmi má nefna að einstaklingur keypti eftirlíkingu í fullri stærð af DUST 514 byssunni og borgað víst aukalega fyrir að fá Hilmar til að afhenda honum byssuna á þessari kynningu, sem hann gerði við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan þakkaði Hilmar gamla CSM ráðinu (Council of Stellar Management) fyrir…

Lesa meira

Singularity salurinn var þéttsetinn þegar World of Darkness kynningin byrjaði á EVE Fanfest, og því miður þurftu margir frá að hverfa þar sem salurinn rúmaði einfaldlega ekki fleiri áhorfendur. Chris McDonough var aðalfyrirlesarinn,  hann tók fram að sögur af andláti World of Darkness tölvuleiksins væru stórlega ýktar, en lítið hefur frést af leiknum frá því hann var tilkynntur árið 2006. Þegar CCP hófu framleiðsluferli leiksins sáu þeir fljótlega að bæði EVE Online og Dust 514 þyrftu meira og minna alla athygli fyrirtækisins og var því hægt á öllu World of Darkness ferlinu. Í dag er World of Darkness þó kominn…

Lesa meira

Síðastliðnar fimm vikur hefur Nörd Norðursins í samstarfi við húðflúrstofuna Bleksmiðjuna hvatt alla sem eru með nördaleg húðflúr til þess að taka þátt í samkeppni um nördalegasta flúr Íslands. Keppnin hefur vakið þónokkra athygli og var meðal annars fjallað um hana í Fréttablaðinu (22. febrúar), úrvarpsþættinum Harmageddon, á Pressunni, Vol.is, eSports.is og víðar. Nú er komið að næsta hluta keppninnar – AÐ KJÓSA! Valið á nördalegasta flúri landsins er í ykkar höndum, en alls eru 69 flúr skráð í keppnina. Kosningin fer fram á Facebook síðu Nörd Norðursins og gildir hvert LIKE sem eitt atkvæði. Það er leyfilegt að…

Lesa meira

Þetta magnaða myndband var sýnt á EVE Fanfestí dag, og gefur það okkur dýpri sýn inn í heim DUST 514 og EVE Online. Undir lýsingu mynbandsins á YouTube kemur eftirfarandi fram: Witness the stunning discovery that leads to the rise of the Templars, the first immortal clone soldiers of the EVE Universe. Unveiled at Fanfest 2012, this video gives a visceral insight into DUST 514’s impact on the future of warfare across the worlds of EVE Online.

Lesa meira

EVE // Keynote Hilmar Veigar stígur á svið til að kynna væntanlegar nýjungar fyrir EVE. Fyrst biðst hann afsökunar, með langri glærusýningu, á þeirri leið sem CCP fyrirtækið ætlaði með EVE Online á seinasta ári (Kotaku, Industry Gamers). Spilarar leiksins mótmæltu með því að sýna samstöðu innan leiksins og tók CCP það til greina. Í kynningunni var mikið talað um það að spilarar hafa alltaf verið kjarnir leiksins og framleiðendurnir ætla að einbeita sér að því að búa til sem skemmtilegastan leik fyrir þá. Mótmælin voru skýr og skilaboðin eru að spilararnir hafa mikið að segja innan EVE heimsins. Fyrst…

Lesa meira

EVE // PvP Í gær var EVE PvP mótið haldið á EVE Fanfest í Hörpunni. Í keppninni börðust 32 þriggja manna lið í útsláttarkeppni, um frábær verðlaun í boði CCP og þann titil að vera besta EVE PvP lið í heimi. Reglur leiksins voru nokkurn veginn á þann veg, að keppst var um að ná sprengjubyrgi í geimnum, en það var framkvæmt með því að fljúga geimskipum nálægt byrginu sem byrjaði þá að færast yfir á vald þess liðs. Til þess að koma í veg fyrir að hitt liðið tæki byrgið fyrir sig þurftu spilararnir að sjálfsögðu að sprengja andstæðinga…

Lesa meira

DUST 514 // HANDS ON Gengið var inn í litríkan en dimman sal þar sem 48 skjáir og 48 PlayStation 3 tölvur voru. Herberginu var skipt í tvennt fyrir DUST 514. Önnur hliðin var árásarliðið en hin hliðin átti að vernda stöðina sína. Það fyrsta sem blasti við manni þegar sest var niður og fjarstýring tekin í hönd var persónan sem maður var að fara að spila. Sjónarhornið er í þriðju-persónu og sá maður brynjuna og hversu ítarleg hún er. Hreyfingarnar voru nokkurnvegin eðlilegar en hafa verður í huga að leikurinn er ennþá í Beta-stigi framleiðslu. Hægt var að ýta á…

Lesa meira

DUST 514 // Keynote Það var komið að því, tími til heyra það nýjasta um DUST 514 frá framleiðendunum sjálfum og setning ráðstefnunnar EVE Fanfest 2012. Mörg hundruð manns voru saman komnir í Hörpuna og biðu fyrir utan stærsta sal hússins sem titlaður hefur verið Tranquility á meðan ráðstefnan er í gangi. Þegar allir hafa komið sér fyrir í salnum eru ljósin dimmuð, dúndrandi tónlist rúllar yfir salinn og býr til spennuþrungið andrúmsloft. Ljósin skína og þar stendur hermaður úr leiknum DUST 514 í fullri brynju á sviðinu. Fagnaðarlætin láta ekki á sér standa enda spennan alveg gríðarleg. Hilmar Veigar stígur á…

Lesa meira

Í byrjun mars kom nýjasti SSX leikurinn í verslanir á PS3 og Xbox 360, en liðin eru fimm ár frá síðasta SSX snjóbrettaleik og því margir sem hafa beðið eftir þessum með eftirvæntingu. Í SSX getur spilarinn valið á milli 11 karaktera til að renna niður snævi þakin fjöll, sem eru það há að sjálfur Tony Montana myndi ekki leggja í þau! Spilarinn getur valið á milli fjölmargra gerða af snjóbrettum, aukahlutum og búningum. Þó eru ekki allir möguleikarnir aðgengilegir í upphafi leiks, heldur þarf spilarinn að vinna sig upp í gegnum leikinn og safna reynslu og punktum sem hann…

Lesa meira