Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Nýverið kláraði ég bókina Old Man‘s War eftir John Scalzi og ákvað því að deila áliti mínu á bókinni. Þetta er vísindaskáldskapur sem ber með sér þemu póst-húmanisma og hernaðarvísindaskáldskaps og segir sögu. Eftir að hafa talað við nokkra vini og lesið nokkrar umfjallanir á netinu sé ég að margir vilja líkja þessari bók við Starship Troopers þar sem báðar segja sögu hermanns sem rís upp valdastigann sem fyrirfinnst í herjum framtíðar, en ég ætla ekki að byggja þessa umfjöllun á samanburði við Starship Troopers, það væri efni í sér umfjöllun útaf fyrir sig. Í stuttu máli fjallar sagan um…

Lesa meira

Eftir að hafa lesið og skrifað um 11/22/63 eftir Stephen King vaknaði upp sú þörf að lesa eina gamla klassíska Stephen King bók til að sjá hvernig hann hafði breyst í gegnum tíðina. Maðurinn hefur gengið í gegnum ýmislegt síðan hann skrifaði Carrie. Eins og rokkstjarna þá var hann langt leiddur af áfengis- og eiturlyfjanotkun og eins og rokkstjarna þá skrifaði hann einhver af sínum bestu verkum undir áhrifum. Hann náði að hætta í neyslu árið 1989 en lenti svo í bílslysi 1999 sem er eins og tekið beint úr einni af sögum hans. Bílstjórinn truflaðist af hundi í bílnum…

Lesa meira

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða reglulega upp á námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun. Tvö námskeið verða haldin á næstunni; krakkanámskeið hins vegar og byrjendanámskeið annars vegar. Krakkanámskeiðið verður haldið laugardaginn 29. september og mun standa yfir í u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund, eða frá kl. 11:00 til 13:30. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa, 6-9 ára í yngri hópnum og 10-12 ára í þeim eldri. Ef veður leyfir verður boðið upp á stjörnuskoðun að námskeiði loknu og geta þátttakendur mætt með sína eigin sjónauka ef þeir vilja. Verð: 4.000 kr. fyrir barn og eitt foreldri. Byrjendanámskeiðið verður svo haldið í…

Lesa meira

Eftir langa bið (2004-2012) hefur Black Mesa loksins verið gefinn út en leikurinn er endurgerðleiksins Half-Life. Búið er að færa leikinn yfir í grafíkvélina Source Engine og hafa þeir hjá Black Mesa Modification Team (BMMT) byggt leikinn frá grunni í þeirri vél. BMMT bætti líka við borðum, nýjum módelum, tónlist og talsetningum, og mega þeir sem hafa klárað Half-Life áður því búast við nýrri upplifun. Þið getið búist við gagnrýni frá Nörd Norðursins þegar við höfum spilað leikinn í ræmur. Þeir rukka ekki fyrir leikinn heldur gefa hann út frítt! Hægt er að nálgast leikinn og fleiri upplýsingar um hann á…

Lesa meira

Sýningarskrá Kvikmyndasafns Íslands 2012-2013 er nú aðgengileg á netinu (pdf) og hófust sýningar 4. september síðastliðinn í Bæjarbíó, Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Safnið ætlar að breyta aðeins til og sýna eingöngu íslenskar kvikmyndir á þessu sýningartímabili. Í hverri viku verða tvær sýningar; þriðjudaga kl. 20:00 og á laugardaga kl. 14:00. Nánari upplýsingar fást hér, á heimasíðu Kvikmyndasafns Íslands. SÝNINGAR KVIKMYNDASAFNS ÍSLANDS 2012 – 2013 September 2012: AKUREYRARKVIKMYNDIR 1907 – 1969 Friðrik konungur áttundi heimsækir Ísland (1907) Konungskoman til Akureyrar (1926) Heimsókn Sveins Björnssonar, forseta um 1946 Þættir frá Akureyri um 1950 eða þar um bil Úr safni…

Lesa meira

Lína Descret er íslensk myndskreytt fantasía eftir Rósu Grímsdóttur sem sækir aðallega innblástur frá japönskum teiknimyndum (anime) og japönskum myndasögum (manga).  Bókin er sú fyrsta í fimm binda bókaflokki sem  fjallar um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum. Skaparar skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessum heimi og lokaðir inni þar sem óttinn við mátt þeirra er afar mikill. Þann ótta má rekja til stríðs sem háð var á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna.…

Lesa meira

Íslandsmót á vegum Skífunnar, Kringlunnar og Senu í FIFA 13 verður haldið fimmtudaginn 27. september 2012, sama dag og leikurinn kemur í verslanir. Til að taka þátt í mótinu þarf viðkomandi að kaupa leikinn í forsölu í Skífunni. Það kostar 1.000 kr. að tryggja sér leikinn í forsölu og fer sú upphæð upp í verðið á leiknum sem er 11.999 kr. Þetta er í þriðja árið í röð sem Skífan stendur fyrir Íslandsmóti í FIFA og verður mótið klárað á einum degi líkt og áður. Í boði eru glæsilegir vinningar. Einn heppin kaupandi FIFA 13 í forsölu verður dreginn út og…

Lesa meira

Að reyna að eltast við myndasögumarkaðinn er eins og að eltast við ruslabílinn; hann kann að geyma einhver dulin djásn, en hvernig í fjandanum á maður að finna þau? — Þessi staðhæfing kann að hljóma nokkuð djörf en markmið mitt hér er ekki aðeins að gagnrýna, heldur einnig að lofa það sem á lof skilið. Hinn myrki milliliður Á bandarískum myndasögumarkaði starfar ágætur fjöldi útgefanda og flestir hafa þeir margt gott fram að færa. Hér er þó hinn skelfilegi sannleikur—þau lúta öll einum herra; Diamond Comic Distributors. Mikið rétt! Á þessum meginstraumsmarkaði myndasagnanna er aðeins eitt fyrirtæki sem sér um…

Lesa meira

Nú um helgina heldur Kringlan upp á 25 ára afmæli sitt. Að því tilefni ætla Sambíóin Kringlunni að bjóða frítt í bíó laugardaginn 8. september á eftirfarandi myndir; Predator (1987), Lethal Weapon (1987), Stakeout (1987), Hringjarinn frá Notre Dame (1996) með íslensku tali og Leitin mikla (The Brave Little Toaster) (1987) með íslensku tali. Miðar verða afhentir í miðasölu og verður boðið upp á frímiði á meðan húsrúm leyfir. Bætt við 8. september 2012: Samkvæmt Fréttablaðinu í dag verða miðar afhentir í miðasölu frá kl. 13:00 og gildir reglan; fyrstu kemur fyrstur fær. Sýningartímar og nánari upplýsingar á www.sambio.is. – BÞJ Heimild: Sambíóin…

Lesa meira