Á undanförnum árum hefur nokkur endurvakning verið á særingarmyndum og þó að engin þeirra hafi komist með skítugar tærnar þar sem hin klassíska The Exorcist frá árinu 1973 er með blóðuga hælana hefur þeim öllum ekki mistekist herfilega. Þar má nefna myndir á borð við The Exorcism of Emily Rose (2005), [Rec]2 (2009) og The Last Exorcism (2010). Nýlega bættist annar keppandi í slaginn og ber nafnið The Possession. Ég var strax orðinn nokkuð spenntur fyrir henni þegar stiklan kom út og vonaði að hér væri ekki á ferðinni úlfur í sauðargæru. Söguþráður myndarinnar er nokkuð hefðbundinn en tekur þó…
Author: Nörd Norðursins
Hefur þig einhverntímann langað til að heimsækja Alþjóðlegu geimstöðina? Í þessu áhugaverða myndbandi gefur bandaríski geimfarinn Sunita Williams ítarlega 25 mínútna leiðsögn um geimstöðina þar sem hún sýnir meðal annars hvar geimfararnir sofa, hvar búningar þeirra eru geymdir, hvað þau borða á meðan þau eru stödd í geimstöðinni og margt margt fleira. – BÞJ
Darksiders 2 er þriðju persónu ævintýraleikur í anda God of War leikjaseríunnar sem notast við kerfi sem sjást í hlutverkaleikum. Leikurinn er framleiddur af Vigil Games og gefinn út af THQ og er framhald fyrri leiks með sama nafni. Um leikinn Maður spilar sem Dauðinn, einn af fjórum riddaranna úr Opinberunarbókinni, sem ætlar sér að þurrka út glæpi bróður síns, Stríðs, og endurvekja mannkynið. Framleiðendur leiksins hafa tekið sér bessaleyfi varðandi nöfn riddaranna en þar sem lítið er skrifað um þá í Opinberun Jóhannesar hafa þeir ansi frjálsar hendur hvert þeir vilja fara með þessar persónur og sögu. Um riddarana…
Game of Thrones í anda Seinfeld Christmas Vacation hvað? Brjálæðið byrjar 1:45 LEGO: The Battle of Helm’s Deep Ný kitla úr Pacific Rim eftir Guillermo del Toro Ný stikla úr Star Trek Into Darkness!
Fjórða myndin sem Svartir Sunnudagar sýndu í Bíó Paradís var myndin Freaks frá 1932. Að þessu sinni fengu þeir Pál Óskar til liðs við sig og var myndin fengin úr 8 millimetra filmusafni hans, en áður en aðalmynd kvöldsins var keyrð í gang fengu áhorfendur einnig að sjá 17 mínútna útgáfu af Dracula frá 1931 úr sama filmusafni. Páll Óskar byrjaði á því að kynna gestum fyrir leikstjóra myndarinnar; Tod Browning (1880-1962) og hvatti sem flesta til að kynna sér myndirnar hans, sérstaklega þær þöglu. Margar þeirra væru afskaplega sérkennilegar og oftar en ekki með „frík“ í aðalhlutverki, sem falla…
Bráðum koma blessuð jólin! Að því tilefni höfum við hjá Nörd Norðursins smalað öllum jólalegum færslum á einn stað. Fylgist vel með, því við munum bæta nokkrum jólalegum færslum við listann áður en við fögnum hækkandi sól þetta árið. Hátíðartíminn er nú genginn í garð og er fátt betra en að nýta jólafríið í gott gláp undir hlýju teppi með eitthvað gómsætt að narta í. Auðvitað verða margar týpískar jólamyndir fyrir valinu og sjálfur reyni ég alltaf að vekja upp barnið í mér með ævintýralegum myndum og kannski einverju klassísku á borð við Home Alone 1 eða 2. Hins…
Næstkomandi helgi, 8.-9. desember, mun Nexus vera með kynningu á heitustu og vinsælustu spilunum í Bíó Paradís. Gestir geta meðal annars fengið að skoða og prófa vinsælustu borðspilin, setja saman og mála tindáta, keppt í Game of Thrones borðspilinu, prófað nýja Hobbit tindátaleikinn og margt margt fleira. Auk þess ætla Nexus að gefa Magic spilastokka á meðan birgðir endast, sem er eitt vinsælasta kortaspilið í dag. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir, ungir sem aldnir. Á Facebook síðu viðburðarins er hægt að nálgast nákvæmari dagskrá og staðfesta komu sína. Dagskrána má einnig sjá á Nexus.is. Forsíðumynd: Hluti af plakatinu fyrir viðburðinn…
Jólaráðstefna Ský verður haldin á Grand hóteli miðvikudaginn 5. desember kl. 13 – 17 og verður viðfangsefni dagsins „Niðurhal á Íslandi“. Meðal þeira sem munu taka til máls eru Guðrún Björk Bjarnadóttir hjá STEF, Guðjón Már Guðjónsson hjá OZ, Óskar Þór Þráinsson hjá emma.is og Björn Sigurðsson hjá Senu. Á heimasíðu Skýrslutæknifélags Íslands er hægt að nálgast nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar ásamt því að skrá sig, en það kostar á bilinu 3.500-11.500 kr. inn á ráðstefninu, eftir því hvort þú ert í félagi í Ský eða ekki. Fólk er í meira mæli en áður að ná sér kvikmyndir, tónlist og bækur á rafrænu formi, en…
Næsta mynd Svartra sunnudaga er hin klassíska cult mynd Carnival of Souls frá árinu 1962. Myndina gerði heimildamyndagerðarmaðurinn Hark Harvey fyrir mjög litla peninga og fékk hún mjög takmarkaða dreifingu framanaf og var talin B-mynd. Það þýddi að bílabíóin voru hennar helsti sýningarstaður og eftir því sem leið á fór hún að afla sér fylgis hjá afmörkuðum hópum. Myndin er afar sérstök. Flokkast sem hryllingsmynd en býr yfir sérstöku andrúmslofti sem ekki ómerkari menn en David Lynch hafa sótt sér innblástur í. Hún segir frá konu sem er næstum drukknuð en kemst á þurrt land eftir þriggja tíma leit björgunarmanna.…
Jólin nálgast óðfluga og margir sem hafa ekki hugmynd um hvað eigi að setja í jólapakkann þetta árið. Það er óþarfi að örvænta því hér koma topp 10 jólagjafahugmyndirnar og að sjálfsögðu eru þessar jólagjafir nördalegar en þó ættu allir, nördar eða ekki, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég leitaði ekki langt yfir skammt og er hægt að kaupa allar þessar gjafir á Íslandi. Stóri plúsinn er að gjafirnar eru á viðráðanlegu verði. 10 Spilavinir eru með fjöldan allan af spilum til sölu og hægt er að finna ódýran Star Wars spilastokk hjá þeim á aðeins 950…