Í Föstudagssyrpu vikunnar ætlum við að komast að því hvernig ÞÚ getur lært á internetið, hlustum á lag með gaur sem vill fá svifbretti, og að lokum kíkjum við á nýjasta æðið á netinu; Harlem Shake. Loksins, loksins, loksins! Nú getur ÞÚ getur orðið MEISTARI Í INTERNETNOTKUN! Hringdu bara í Dale og hann reddar þér. Visindi: Takk fyrir iPodinn og allt það, en hvar eru bévítans svifbrettin!? Einu sinni, fyrir mörgum dögum síðan, var til internet. Internet, án Harlem Shake æðisins. En svo var þetta myndband sett á netið… Í kjölfarið fóru nördarnir að dansa Harlem…
Author: Nörd Norðursins
Eftir að hafa fengið góðan tíma til að fara yfir leikjaárið 2012 hafa tölvuleikjanördar Nörd Norðursins valið bestu leiki ársins að okkar mati, líkt og við gerðum í fyrra. Hvaða tölvuleikur er leikur ársins 2012 að þínu mati? BJARKI ÞÓR: SLEEPING DOGS Sleeping Dogs er leikur ársins að mínu mati. Ég var ekki búinn að lesa mikið um leikinn áður en ég prófaði hann og ég hafði því ekki náð að gera mér neinar væntingar. Ég bjóst eiginlega við einhverskonar misheppnuðum GTA leik en fékk í staðinn leik ársins! Fyrir þá sem ekki þekkja Sleeping Dogs; þá stjórnar maður leynilöggu…
Sleeping Dogs er leikur í anda Grand Theft Auto og L.A. Noire, þar sem spilarinn getur þvælst um í opinni borg og gert nánast hvað sem honum sýnist. Leikurinn er ótrúlega vel heppnaður og í raun furðulegt hvað lítið hefur farið fyrir honum miðað við hve mikið hann hefur upp á að bjóða… Leynilögga rannsakar undirheimana Glæpaklíkur hafa náð miklu völdum í stórborginni Hong Kong og róttækar lögregluaðgerðir orðnar nauðsynlegar. Í Sleeping Dogs stjórnar spilarinn leynilöggunni Wei Shen sem dulbýr sig sem glæpon í þeim tilgangi að gerast meðlimur í glæpaklíku og koma þannig upplýsingum um klíkurnar áleiðis til lögreglunnar.…
Hvítir múrar borgarinnar er ný íslensk vísindaskáldsaga og er frumraun Einars Leif Nielsen. Sagan gerist í framtíðinni og nánari flokkun væri dystópíuskáldverk í stíl við Fahrenheit 451. Við lesturinn varð mér einnig hugsað til myndarinnar Equilibrium, kannski vegna þess hvernig dystópíusögu og hasar er blandað saman í báðum verkunum (það eru ákveðin líkindi með Lex Absque, söguhetjunni okkar og John Preston sem Christian Bale lék). Lex þessi vinnur sem öryggisvörður / innheimtari fyrir Veginn. Nafnið Vegurinn hefur ákveðna skírskotun fyrir íslenska lesendur en í byrjun sögunnar er Lex að lesa yfir konu sem hafði orðið manni sínum að bana og…
DmC: Devil May Cry er fimmti leikurinn í Devil May Cry leikjaseríunni. Í þessum hjakk- og höggleik stjórnar spilarinn ofur(gúmmí)töffaranum Dante sem er hálfur engill og hálfur djöfull. Þessi blanda gefur Dante einstaka ofurkrafta sem gera honum kleift að ferðast í aðrar víddir og drepa djöfla sem aðrir geta ekki séð. Djöflar stjórna Limbo City Leikurinn gerist í borginni Limbo City sem er stjórnað af djöflum í mannsgervum. Með því að skuldsetja almenning og með stöðugum fjölmiðlaáróðri hafa djöflarnir náð að heilaþvo fólkið sem sér ekki lengur raunverulegt vandamál samfélagsins. Þegar djöflar byrja að ráðasta á Dante býðst Kat til…
Nörd Norðursins lét sig ekki vanta á UTmessuna í ár þar sem helstu tölvu- og tæknifyrirtækin á Íslandi voru saman komin. Boðið var upp á forritun með Skemu, kynningu á ýmiskonar tæknibúnaði auk þess sem hægt var að spila fyrstu persónu skotleikinn DUST 514 frá CCP. – BÞJ
Nýlega kom hryllingsmyndin Sinister í kvikmyndahús hérlendis, en hún er nýjasta afurð Scott Derrickson, leikstjóra hinnar ágætu The Exorcism of Emily Rose (2005). Einnig eru um borð framleiðendur myndanna Insidious (2010) og Paranormal Activity (2007), en sú fyrrnefnda er að mínu mati ein ef betri hryllingsmyndum síðustu ára. Sinister notfærir sér ýmsar aðferðir sem hafa skelft hrollvekjuaðdáendur síðustu ár, t.d. fundnar upptökur, yfirnáttúruleg fyrirbæri og litla óhugnanlega krakka. Þessar aðferðir hafa reyndar orðið fyrir nokkurri ofnotkun upp á síðkastið, en stundum kemur út mynd sem nýtir þær vel og það er að mestu leyti tilfellið í Sinister. Myndin segir frá…
Gleðilegan föstudag! Í Föstudagssyrpu vikunnar bjóðum við upp á feitan pakka af stiklum úr væntanlegum sæfæ-, ævintýra og hryllingsmyndum. Góða skemmtun! OBLIVION UPSIDE DOWN OZ THE GREAT AND POWERFUL WARM BODIES EVIL DEAD [18+] THE ABCs OF DEATH [18+]
Í þessu stórskemmtilega myndbandi fara þeir Jack og Geoff hjá Roster Teeth yfir tíu bestu leikjamistökin á árinu sem var að líða. Ef þetta er ekki nægur skammtur af skrítnum og fyndnum tölvuleikjabrotum að þá bendum við á myndbandið frá þeim yfir bestu leikjamistökin árið 2011. – BÞJ
Í dag, 6. febrúar 2013, er haldið upp á dag depilhöggsins á ártíð skapara þess hins ítalska prentara Aldo Manuzio sem lést árið 1515. Aldo var fyrsti maðurinn til að nota depilhöggið á þann máta sem við gerum enn í dag; þ.e. til að skilja að orð eða setningar með ólíkum merkingum. Aldo var merkilegur maður og færði okkur einnig skáletrið en í dag skulum við halda okkur við depilhöggið. Flest ykkar þekkja þetta fallega merki líklega undir nafninu semíkomma en að mínu mati er heitið depilhögg mun fallegra. Það heiti var fyrst notað af málfræðingum Halldóri Kr. Friðrikssyni í…