Allt annað

Birt þann 16. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Spurningaleikur Nörd Norðursins – DVD í vinning

Það styttist í tveggja ára afmæli Nörd Norðursins og að því tilefni viljum við gefa tveimur heppnum lesendum sitthvorn DVD pakkann.

Við munum gefa einn MONTY PYTHON DVD PAKKA sem samanstendur af Monty Python’s Flying Circus – The Complete Boxset sem inniheldur allar fjórar seríurnar af Monty Python þáttunum plús slatta af aukaefni, auk DVD eintak af Monty Python’s Life of Brian, sem er tilvalin mynd til að horfa á um páskana! Og svo munum við einnig gefa SPACE DVD PAKKA sem inniheldur DVD disk með öllum sex Space heimildarþáttunum sem framleiddir voru af BBC og fjalla um undur himingeimsins. Leikarinn Sam Neill er sögumaður þáttanna.

DVD spurningaleikur

Til að taka þátt þarftu að svara eftirfarandi 7 spurningum og senda okkur svörin á netfangið nordnordursins(at)gmail.com með fyrirsögninni DVD leikur. Föstudaginn 1. mars drögum við svo úr pottinum. Athugið að öll svörin er hægt að finna á heimasíðu Nörd Norðursins.

 

Uppfært 1. mars 2013: Ísak Jónsson og Karl Ólafur Hallbjörnsson voru dregnir úr pottinum! Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í spurningaleiknum.

 

  • Spurning 1: Hvað fékk kvikmyndin The Hobbit: An Unexpected Journey margar stjörnur í gagnrýni okkar?
  • Spurning 2: Lag eftir hvaða íslenska tónlistarmann lenti á forsíðu The Pirate Bay (eða The Promo Bay) á síðasta ári?
  • Spurning 3: Í apríl næstkomandi mun Sinfóníuhljómsveit Íslands spila tölvuleikjatónlist úr einum ákveðnum tölvuleik – hvaða leik?
  • Spurning 4: Í hvaða tölvuleik setti Sigmar Guðmundsson heimsmet í árið 1984?
  • Spurning 5: Nörd Norðursins birti topplista yfir 10 bestu rauntímaherkænskuleiki seinustu aldar. Hvaða leikur er í fyrsta sæti listans?
  • Spurning 6: Hvaða húðflúr hlaut titilinn „nördalegasta flúr Íslands“ árið 2012 í húðflúrkeppni okkar?
  • Spurning 7: Í lokin ein lauflétt spons spurning. Hvað kostar Monty Python’s Flying Circus – The Complete Boxset í Elko? (Smelltu hér til að fara á heimasíðu Elko.)

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑