Author: Kristinn Ólafur Smárason

Um þessa helgi hefst Major League Gaming Summer Championship, sem er eitt stærsta tölvuleikjamót veraldar. Á mótinu er keppt í leikjunum Starcraft II, League of Legends, Mortal Kombat og Soul Calibur V. Allir helstu atvinnutölvuleikjaspilarar heims mæta á mótið, en samanlagt verðlaunafé mótsins í þessum fjórum leikjum er u.þ.b. 200.000$. Tveir íslenskir strákar héldu út fyrr í mánuðinum til að taka þátt í opnu riðlakeppni Starcraft II móts Major League Gaming, en það munu vera spilararnir Gaulzi (Guðlaugur Árnason) og Majesty (Ólafur Tröster). Gaulzi hefur þegar gert garðinn frægan fyrir heldur óvenjulegar spilunaraðferðir í leiknum, þar sem hann notast aðallega…

Lesa meira

League of Legends móti HR-ingsins er nú lokið, en í úrslitum þess mættust liðin Gangnam Style og LE37. Fyrirkomulag viðureignarinnar var svokallað Best of Three, sem þýðir að fyrra liðið til að vinna tvo leiki sigraði. Í fyrsta leiknum gekk Gangnam Style mjög illa framan af. Margir turnar töpuðust snemma og á sama tíma rakaði LE37 inn drápum og gulli. Þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar af leiknum hætti einn leikmaður Gangnam Style í leiknum, og tilkynntu þeir í kjölfarið að þeir væru búnir að gefast upp. LE37 tók því fyrsta leikinn og staðan varð 1-0. Seinni leikurinn byrjaði á…

Lesa meira

Starcraft II móti HR-ingsins er nú lokið, en í lokaviðureign mótsins kepptu Kaldi, sem heitir réttu nafni Jökull Jóhannsson, og Shake, sem heitir Stefán Sigurðsson. Kaldi kom inn í viðureignina úr vinningsriðlinum og byrjaði því með tveim fleiri stigum enn Shake, þannig að staðan byrjaði 2-0 fyrir Kalda, en til að sigra viðureignina þurfti annar hvor spilarinn að ná fjórum stigum samtals. Í fyrsta leik viðureigninnar byggði Shake stóran hóp af Zealots með Charge uppfærslunni og náði að koma Kalda að óvörum. Kaldi reyndi eftir bestu getu að verjast, en á aðeins tveim mínútum náði Shake að vinna á vörnum…

Lesa meira

LAN-mótið HR-ingurinn 2012 fer vel af stað. HR-ingurinn er stærsta LAN-mót landsins og er haldið árlega í húsakynnum Háskóla Reykjavíkur. Þegar blaðamann Nörd Norðursins bar að garði laust fyrir átta í gær voru þegar rúmlega 100 manns búnir að setja upp tölvurnar sínar. Aðstaðan fyrir tölvuleikjaspilun var til fyrirmyndar, en fólk var byrjað að spila sína uppáhalds leiki. Á flöktandi tölvuskjám víðsvegar um anddyri Háskóla Reykjavíkur glitti í leiki á við Counter- Strike, League of Legends og Starcraft II, en keppt er í tveim síðastnefndu leikjunum á LAN-mótinu. Keppni í League of Legends og Starcraft II stendur nú yfir, og…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar! Scorpion og Sub-Zero í sínum eigin gamanþætti http://www.youtube.com/watch?v=oK9DDL0hbDo&feature=relmfu&w=606&h=341 Conan O’Brien spilar Skyrim http://www.youtube.com/watch?v=gYY1GHzauCo&w=606&h=341 Vissir þú þetta um Zelda leikina? http://www.youtube.com/watch?v=6o6VOBZRWPc&list=PL26D7E5A7D29CCAB3&index=3&feature=plcp&w=606&h=341 Nördar árið 1984 hitta nörd úr framtíðinni http://www.youtube.com/watch?v=HVlIsUoQsjY&feature=plcp&w=606&h=341 Mistök frá talsetningu Thundercats þáttanna http://www.youtube.com/watch?v=1AJWRPaKHxQ&w=606&h=341

Lesa meira

Allt frá því að ég byrjaði að spila tölvuleiki hafa rauntímaherkænskuleikir (Real Time Strategy Games eða RTS) verið mitt uppáhald. Það er eitthvað við það að hafa yfirsýn yfir víðáttumikinn orrustuvöll og stýra fjöldanum öllum af hermönnum sem höfðar til mín, og því hef ég spilað gífurlegan fjölda af slíkum leikjum í gegnum tíðina. Á seinustu árum hefur þróunin í rauntímaherkænskuleikjum verið gífurlega mikil bæði í grafík og spilun. Spilarar geta nú valið um að spila risastórar sögulegar orrustur í Total War seríunni eða minni skærur í Dawn of War leikjunum. Ef spilarar vilja hraðan og jafnan leik geta þeir…

Lesa meira

OUYA, hin nýja leikjatölva sem Nörd Norðursins fjallaði um í síðustu viku, er komin í fullt hönnunarferli. Í dag var sett af stað Kickstarter-verkefni fyrir þessa nýju leikjatölvu, en þegar þessi grein er skrifuð hefur 950.000$ markmiði verkefnisins þegar verið náð og rúmlega það. Samkvæmt hönnuðum OUYA er þegar til virk frumgerð af tölvunni og nú þarf aðeins fjármagn til að koma gripnum í framleiðslu. Því geta notendur hvaðanæva úr heiminum stutt Kickstarter-verkefnið, og ef nógu mikill peningur er greiddur til þá fá stuðningsmenn verkefnisins OUYA leikjatölvu um leið og þær detta af færibandinu. Tölvan mun aðeins koma til með…

Lesa meira

Frést hefur að ný sjónvarpstengd leikjatölva sé nú á teikniborðinu. Leikjatölvan sem er hönnuð af fyrirtækinu Ouya, mun ekki einungis koma til með að kosta aðeins 99$, heldur munu jafnframt allir leikir fyrir tölvuna verða ókeypis. Því markmiði er náð með því að hafa tölvuna algerlega óhefta fyrir notendabreytingum, en notendur geta enn fremur hannað og gefið út sína eigin leiki fyrir tölvuna, sem mun að öllum líkindum styðjast við Android stýrikerfið. Einn þeirra sem kemur að hönnun tölvunnar er Yves Behar, en hann hefur meðal annars hannað 100$ spjaldtölvu sem var ætlað að dreifa til barna í þróunarlöndum. Þá…

Lesa meira

Margir aðdáendur gömlu góðu NES tölvunnar hafa lengi látið sig dreyma um að Nintendo fari aftur að gefa út leiki á stóru gráu leikjahylkjunum sem við flest öll þekkjum. Endrum og sinnum gefa áhugamenn út nýja NES leiki í takmörkuðu upplagi, sem þá hafa verið forritaðir af bæði ást og nostalgíuþörf í garð tölvunnar sem mótaði æsku þeirra. En hvernig myndi það vera ef allir nýjustu leikirnir sem gefnir eru út fyrir Playstation 3,  Xbox og PC, kæmu líka út fyrir NES? Aðstandendur heimasíðunnar 72 Pins hafa á vissan hátt svarað þeirri spurningu. Á heimasíðu þeirra er hægt að kaupa…

Lesa meira