Author: Bjarki Þór Jónsson

Tölvuleikurinn Landnáma fangaði athygli okkar hjá Nörd Norðursins á dögunum en leikurinn fjallar um landnám Íslands. Markmiðið í leiknum er að ná að setjast að á Íslandi og svo að það takist er nauðsynlegt að byggja upp samfélagið og undirbúa sig fyrir kalda og erfiða vetra sem taka sinn toll. Í seinasta mánuði gagnrýndum við leikinn þar sem hann er að nálgast ítarlegri umfjöllun ásamt því sem við birtum myndband sem sýnir brot úr spilun leiksins. Við fengum Mathias Tournier í stutt viðtal en hann er einn af stofnendum Sonderland, leikjafyrirtæksins sem gerði leikinn. Okkur langaði að forvitnast nánar um…

Lesa meira

Landnáma (einnig ritað Landnama) er nýr taktískur indíleikur frá þýska tölvuleikjafyrirtækinu Sonderland. Titill leiksins hljómar eflaust kunnuglega í eyrum margra þar sem leikurinn ber sama heiti og ein elsta heimild um landnám Íslands. Nafnið á vel við þar sem markmiðið í leiknum er einmitt að skipuleggja ferðir landnema um Ísland. Það getur þó reynst erfitt þar sem kaldir og erfiðir vetrarmánuðir geta haft örlagaríkar afleiðingar og geta jafnvel komið í veg fyrir að þú náir að nema land. Og þá er það stóra spurningin – hefur þú það sem þarf til að nafn þitt endi í Landnámu? Fallegt stafrænt borðspil…

Lesa meira

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja tónlist úr völdum tölvuleikjum á sérstökum tölvuleikjatónleikum sem haldnir verða 13. og 14. september næstkomandi í Hörpu. Hljómsveitin mun spila lög úr leikjum á borð við Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilization VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV, Starfield og EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Hljómsveitin mun spila lög úr leikjum á borð við Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilization VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s…

Lesa meira

Game Makers Iceland (GMI), grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, heldur tólf daga leikjadjamm (eða Game Jam eins og það heitir á ensku) sem hefst í dag kl. 13:00. Á leikjadjammi keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. Þemað verður tilkynnt síðar í dag. Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjömm standa oft yfir í mjög skamman tíma, þá ekki er óalgengt að…

Lesa meira

Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Hægt er að prófa ókeypis sýnishorn af leiknum á Steam Next Fest, viðburður sem fagnar væntanlegum leikjaútgáfum og gefur fólki tækifæri á að prófa leiki áður en þeir eru gefnir út. Sýnishornið er hægt að spila á PC og Mac. Leikurinn hefur verið þýddur á 11 tungumál, þar á meðal íslensku. Ghosts…

Lesa meira

Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Hellblade II er fyrsti stórleikurinn sem inniheldur ítarlega staðaraðlögun (localisation) fyrir Ísland. Aðlögunin felst í því að Ninja Theory, fyrirtækið á bakvið Hellblade leikina, bætti við íslenskri textaþýðingu á sögu leiksins og auk þess er notendaviðmót leiksins aðgengilegt á íslensku. Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Þannig geta allir notið leiksins, sama hvort þau ætli að…

Lesa meira

Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra […] Nörd Norðursins hefur undanfarnar forsetakosningar fengið að kynnast „nördahlið“ forsetaframbjóðenda. Til dæmis spurðum við forsetaframbjóðendur árið 2012 að því hvernig móttökur Svarthöfði fengi á Bessastöðum ef þau yrðu kosin og árið 2016 spurðum við um viðbrögð þeirra ef geimverur myndu mæta óvænt til Íslands. Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra og hvaða leikir eru helst í uppáhaldi hjá þeim. Hér koma svör þeirra frambjóðenda sem svöruðu spurningunum okkar: Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst? Jón: Strategíska leiki eins og…

Lesa meira

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannaði Hellblade II skartgripi í samstarfi við Xbox og tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory. Skartgripalínan verður fáanleg í takmörkuðu upplagi og inniheldur höfuðstykki sem er innblásið af höfuðfati Senúu, aðalpersónu Hellblade-leikjanna, og hálsmen úr bronsi sem byggir á rún úr Hellblade. [… ] hálsmenið verður gefið út í takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Höfuðstykkið var sérstaklega hannað fyrir Melina Juergens, leikkonuna sem leikur Senúa í Hellblade-leikjunum, fyrir BAFTA verðlaunahátíðina. Hálsmenið verður gefið út í mjög takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Skartgripirnir eru smíðaðir á Íslandi, hannaðir af Íslendingi og byggja…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir þann 21. maí síðastliðinn og líkt og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum okkar þá má finna fjölmargar tengingar í Hellblade II við Ísland, þar á meðal í gegnum íslenska tungumálið, íslenska náttúru – en tengingarnar eru fleiri. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Andlit leikaranna voru skönnuð og útfærð á stafrænt form og hreyfiföngun (motion capture) notuð til að túlka hreyfingar og viðbrögð…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir fyrr í vikunni og hefur leikurinn hlotið góða dóma – til dæmis gaf Steinar hér hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. … í framhaldi þess ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Tameem Antoniades, einn af stofnendum fyrirtækisins Ninja Theory sem bjó til leikinn, sagðist hafa fengið hugmyndina að leiknum í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands og í framhaldinu var ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Til að gera umhverfið…

Lesa meira