Landnáma (einnig ritað Landnama) er nýr taktískur indíleikur frá þýska tölvuleikjafyrirtækinu Sonderland. Titill leiksins hljómar eflaust kunnuglega í eyrum margra þar sem leikurinn ber sama heiti og ein elsta heimild um landnám Íslands. Nafnið á vel við þar sem markmiðið í leiknum er einmitt að skipuleggja ferðir landnema um Ísland. Það getur þó reynst erfitt þar sem kaldir og erfiðir vetrarmánuðir geta haft örlagaríkar afleiðingar og geta jafnvel komið í veg fyrir að þú náir að nema land. Og þá er það stóra spurningin – hefur þú það sem þarf til að nafn þitt endi í Landnámu? Fallegt stafrænt borðspil…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja tónlist úr völdum tölvuleikjum á sérstökum tölvuleikjatónleikum sem haldnir verða 13. og 14. september næstkomandi í Hörpu. Hljómsveitin mun spila lög úr leikjum á borð við Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilization VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV, Starfield og EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Hljómsveitin mun spila lög úr leikjum á borð við Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilization VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s…
Game Makers Iceland (GMI), grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, heldur tólf daga leikjadjamm (eða Game Jam eins og það heitir á ensku) sem hefst í dag kl. 13:00. Á leikjadjammi keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. Þemað verður tilkynnt síðar í dag. Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjömm standa oft yfir í mjög skamman tíma, þá ekki er óalgengt að…
Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Hægt er að prófa ókeypis sýnishorn af leiknum á Steam Next Fest, viðburður sem fagnar væntanlegum leikjaútgáfum og gefur fólki tækifæri á að prófa leiki áður en þeir eru gefnir út. Sýnishornið er hægt að spila á PC og Mac. Leikurinn hefur verið þýddur á 11 tungumál, þar á meðal íslensku. Ghosts…
Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Hellblade II er fyrsti stórleikurinn sem inniheldur ítarlega staðaraðlögun (localisation) fyrir Ísland. Aðlögunin felst í því að Ninja Theory, fyrirtækið á bakvið Hellblade leikina, bætti við íslenskri textaþýðingu á sögu leiksins og auk þess er notendaviðmót leiksins aðgengilegt á íslensku. Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Þannig geta allir notið leiksins, sama hvort þau ætli að…
Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra […] Nörd Norðursins hefur undanfarnar forsetakosningar fengið að kynnast „nördahlið“ forsetaframbjóðenda. Til dæmis spurðum við forsetaframbjóðendur árið 2012 að því hvernig móttökur Svarthöfði fengi á Bessastöðum ef þau yrðu kosin og árið 2016 spurðum við um viðbrögð þeirra ef geimverur myndu mæta óvænt til Íslands. Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra og hvaða leikir eru helst í uppáhaldi hjá þeim. Hér koma svör þeirra frambjóðenda sem svöruðu spurningunum okkar: Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst? Jón: Strategíska leiki eins og…
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannaði Hellblade II skartgripi í samstarfi við Xbox og tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory. Skartgripalínan verður fáanleg í takmörkuðu upplagi og inniheldur höfuðstykki sem er innblásið af höfuðfati Senúu, aðalpersónu Hellblade-leikjanna, og hálsmen úr bronsi sem byggir á rún úr Hellblade. [… ] hálsmenið verður gefið út í takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Höfuðstykkið var sérstaklega hannað fyrir Melina Juergens, leikkonuna sem leikur Senúa í Hellblade-leikjunum, fyrir BAFTA verðlaunahátíðina. Hálsmenið verður gefið út í mjög takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Skartgripirnir eru smíðaðir á Íslandi, hannaðir af Íslendingi og byggja…
Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir þann 21. maí síðastliðinn og líkt og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum okkar þá má finna fjölmargar tengingar í Hellblade II við Ísland, þar á meðal í gegnum íslenska tungumálið, íslenska náttúru – en tengingarnar eru fleiri. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Andlit leikaranna voru skönnuð og útfærð á stafrænt form og hreyfiföngun (motion capture) notuð til að túlka hreyfingar og viðbrögð…
Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir fyrr í vikunni og hefur leikurinn hlotið góða dóma – til dæmis gaf Steinar hér hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. … í framhaldi þess ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Tameem Antoniades, einn af stofnendum fyrirtækisins Ninja Theory sem bjó til leikinn, sagðist hafa fengið hugmyndina að leiknum í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands og í framhaldinu var ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Til að gera umhverfið…
Fyrr í vikunni var tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory gefinn út á PC og Xbox Series leikjatölvurnar. Leikurinn er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice frá árinu 2017 sem hlaut lof gagnrýnenda og tölvuleikjspilara. Þess má geta að þá hefur Nörd Norðursins birt gagnrýni á báðum leikjum; Hellblade: Senua’s Sacrifice og Senua’s Saga: Hellblade II. Hellblade II er með margar sterkar tengingar við Ísland. Sterkasta og augljósasta tengingin er sögusvið leiksins sem er Ísland á 10. öld, en auk þess eru íslenskir leikarar sem fara með aðalhlutverk í leiknum og saga leiksins er innblásinn að hluta til…