Author: Bjarki Þór Jónsson

Nintendo tilkynnti útgáfu Nintendo Classic Mini leikjatölvunnar fyrir fjórum dögum. Nintendo Classic Mini er smávaxin útgáfa af klassísku NES leikjatölvunni sem naut mikilla vinsælda á níunda áratuginum. Nintendo Classic Mini inniheldur 30 innbyggða leiki, þar á meðal Super Mario Bros., Zelda, Castlevania og PAC-MAN. Tölvan er mjög lítil eins og sést á myndinni hér fyrir ofan og keyrir klassíska NES leiki á hermi (emulator). Ekki er hægt að bæta fleiri leikjum við tölvuna þar sem tölvan inniheldur ekkert netkort og er ekkert pláss fyrir minniskubba, kort eða annað sambærilegt. Tölvan kostar ekki nema 50 pund í Bretlandi, sem gerir u.þ.b. 8.000…

Lesa meira

Sunnudaginn 17. júlí verður stærsta Pokémon veiði í sögu Íslands haldin á Klambratúni. Þátttakenndur munu veiða Pokémona í gegnum Pokémon GO leikinn sem kom í íslenskar app-verslanir í gær. Upphaflega stóð til að veiðin færi fram sama dag, en þar sem mjög margir áttu í erfiðleikum með að komast inní leikinn sökum mikils álags á netþjóna leiksins var ákveðið að fresta veiðinni um einn dag. Veiðin hefst á slaginu 14:00 og hafa yfir 600 manns staðfest komu sína og u.þ.b. 1.000 aðrir sýnt veiðunum áhuga á viðburðinum á Facebook. Veðurspáin lofar góður; skýjað, logn og 14 gráðu hiti. Mynd: Pokémon GO á…

Lesa meira

Biðin er á enda! Nú geta íslenskir notendur sótt sér Pokémon GO leikinn með hefðbundinni leið í gegnum Google Play eða App Store. Leikurinn hefur verið að slá í gegn undanfarna daga í Bandaríkjunum og Ástralíu en útgáfu í Evrópu og víðar var frestað tímabundið vegna of mikils álags á netþjónum sem tegnjast leiknum. Fyrir u.þ.b. þrem dögum síðan kom leikurinn til Þýskalands, stuttu síðar til Bretlands og nú er hann kominn til Íslands og víðar í Evrópu. Fjölmargir Evrópubúar hafa þó nú þegar sótt sér leikinn með óhefðbundnum leiðum, en nú getur hver sem er sótt leikinn án vandræða í…

Lesa meira

Undanfarna tvo mánuði hef ég verið að nota Pebble Time Steel snjallúrið. Á þessum tíma hef ég náð að prófa möguleika úrsins og ætla í þessari samantekt að fara yfir helstu kosti og galla úrsins ásamt því að útskýra í grófum dráttum við hverju Pebble Time Steel notendur mega búast við af úrinu. KOSTIR Kostir Pebble Time Steel eru margir. Tveir helstu kostir snjallúrsins eru klárlega líftími batterísins og sú staðreynd að úrið er vatnshelt. Kostir Pebble Time Steel eru margir. Tveir helstu kostir snjallúrsins eru klárlega líftími batterísins og sú staðreynd að úrið er vatnshelt. Hefðbundin hleðsla á mörgum…

Lesa meira

Nú þegar íslenska landsliðið hefur snúið heim frá EM í fótbolta er rétt að rifja upp nokkur íslensk íþróttarafrek í heimi tölvuleikjanna. Húh! Íslenska landsliðið á EM 2016 Hægt er að spila sem íslenska landsliðið í UEFA Euro 2016 viðbótinni fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016, eða PES 2016. Í leiknum klæðast íslensku fótboltahetjurnar okkar nýja landsliðsbúningnum frá KSÍ. Þar sjáum við Hannes markmann, Ragnar Sigurðsson, Gylfa Sigurðsson, Birki Bjarnason, Eið Smára og fleiri þekktar íslenskar fótboltastjörnur. Íslenska landsliðið árið 2000 Íslenska landsliðið í fótbolta hefur verið sýnilegt í fleiri fótboltaleikjum og má þar nefna Dreamcast leikinn UEFA Dream Soccer…

Lesa meira

Það er leikjafyrirtækið Ebb Software sem vinnur að gerð hryllingsleiksins Scorn. Stiklan er dimm og og drungaleg en nánast ekkert er sýnt úr spilun leiksins. Byssan sem við sjáum í lok stiklunnar er þó ansi áhugaverð og minnir svolítið á kjúklingabeinabyssuna úr Existenz. Leikurinn er væntanlegur í verslanir árið 2017.

Lesa meira

Japanski leikjahönnuðurinn Hideo Kojima, maðurinn sem er líklega hvað mest þekktur fyrir Metal Gear seríuna, birtist mörgum að óvörum á Sony kynningunni á E3 leikjasýningunni í ár. Maðurinn var fámæltur en sagði þó; „I’m back!“ Í framhaldinu var birtist kítla úr nýja leiknum hans frá Kojima Producations, Death Stranding. Þess má geta að Kojima var nýlega á Nordic Game ráðstefnunni og sagði þá að hann væri að flakka á milli landa til að finna réttu tæknina til að þróa nýja leikinn sinn í rétt átt, svo við gerum ráð fyrir því að leikurinn sé kominn stutt á veg. Kitla úr Death Stranding

Lesa meira

The Elder Scrolls V: Skyrim er einn af þessum leikjum sem hafa náð að lifa vel og lengi, enda einstaklega vel heppnaður leikur þar á ferð. Leikurinn var upprunalega gefinn út árið 2011 og síðan þá hefur ný kynslóð leikjatölva tekið við að þeim eldri og grafík í leikjum þróast mikið. Á E3 kynningu Bethesda var tilkynnt að Skyrim myndi fá andlitslyftingu og vera uppfærður á nýju leikjatölvurnar, þ.e.a.s. PlayStation 4 og Xbox One. Samhliða leiknum verða gefnir út uppfærslupakkar (DLC) og notendabreytingar (mod). Uppfærða útgáfan er væntanleg í verslanir 28. október á þessu ári. Sýnishorn úr uppfærðu útgáfu Skyrim…

Lesa meira

Á E3 kynningu Microsoft kynnti fyrirtækið nýja liti á Xbox One fjarstýringarnar. Nú geta spilara valið sína eigin litið á fjarstýringarnar og takkana og þannig gert Xbox One fjarstýringarnar sínar persónulegri. Samkvæt auglýsingunni verða yfir 8 milljón mismunandi litasamsetningar í boði, svo það eru ekki miklar líkur á því að margir eigi „þína“ litahönnun. Og talandi um Xbox One fjarstýringar, að þá kynnti Microsoft á sömu kynningu sérstaka Gears of War 4 Elite fjarstýringu í takmörkuðu magni fyrir Xbox One sem lítur alveg gríðarlega vel út.

Lesa meira