AÐSEND GREIN: RAGNA ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? Það var spurningin sem bandaríski rithöfundurinn Naomi Novik (f. 1973) lagði upp með þegar hún byrjaði að skrifa Temeraire seríuna. Fyrsta bókin kom út árið 2006 og var fyrsta útgefna verk Novik. Raunar komu þrjár fyrstu bækurnar allar út á sama ári en sú níunda og síðasta kom út áratug seinna 2016. Bækur í flokknum hafa verið tilnefndar til Hugo og Compton Crook verðlauna og unnið þau síðarnefndu. Bækurnar eru eftirfarandi: His Majesty’s Dragon (2006) Throne of Jade (2006) Black Powder War (2006) Empire of Ivory (2007)…
Author: Aðsent
AÐSEND GREIN: JÚLÍUS Á. KAABER Í ár verður furðusagnahátíðin IceCon haldin í annað sinn. Heiðursgestir að þessu sinni verða Naomi Novik og Úlfhildur Dagsdóttir. Naomi Novik er líklegast þekktust fyrir Temaraire bókaseríuna sína sem fjallar um ævintýri William Laurence og dreka hans Temaraire Fyrsta bókin í seríunni, Her Majesty’s Dragon var tilnefnd til Hugo verðlaunanna 2007 og John C. Campbell verðlaunanna sem hún vann. Síðan þá hefur Novik gefið út níu bækur í seríunni og sú síðasta League of Dragons var gefin út árið 2016. Eftir að Temaraire seríunni lauk hefur Novik unnið að nýjum bókum sem endursegja gamlar ævintýrasögur.…
AÐSEND GREIN: BJÖRN FRIÐGEIR BJÖRNSSON Í raun má þýða það sem „aðdáendahóp“ en hugtakið er fyrst og fremst notað yfir aðdáendur furðusagna. En hvað gera fandom hópar? Stærst og eftirtektarverðast eru ráðstefnurnar, sem geta verið risasamkomur reknar í hagnaði þar sem allt að hundrað þúsund manns koma saman í geysistórum sýningarhöllum til að skoða dót, kaupa bækur og borga fyrir að hlusta á og hitta frægt fólk, niður í fámenna hittinga þar sem fólk hittist til að spjalla hvert við annað og í millistærðinni, bókmenntasamkomur þar sem pallborðsumræður eru ríkjandi á daginn en spjallið – og stöku öl – ræður…
AÐSEND GREIN: EINAR LEIF NIELSEN Í lok október árið 2016 var Icecon hátíðin haldin í fyrsta sinn á Íslandi. Þessi hátíð var hugsuð sem vettvangur fyrir íslenska og erlenda furðusagnaaðdáendur til að hittast og spjalla en frá árinu 2013 hefur orðið furðusögur verðið notað sem íslenskt regnhlífarheiti yfir vísindaskáldsögur, fantasíur og hrollvekjur. Svona hátíðir eru stór hluti af fandom erlendis og var takmarkið að styrkja samfélag furðusagnaaðdáenda á Íslandi. Sumir halda að kannski að svona hátíðir séu steingeldar bókmenntasamkomur en það er alls ekki málið. Þar eiga allir sameiginlegt áhugamál og öllum finnst gaman að tala um það, hvort sem…