Fréttir1

Birt þann 24. ágúst, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Tveir Íslendingar keppa á einu stærsta tölvuleikjamóti veraldar

Um þessa helgi hefst Major League Gaming Summer Championship, sem er eitt stærsta tölvuleikjamót veraldar. Á mótinu er keppt í leikjunum Starcraft II, League of Legends, Mortal Kombat og Soul Calibur V. Allir helstu atvinnutölvuleikjaspilarar heims mæta á mótið, en samanlagt verðlaunafé mótsins í þessum fjórum leikjum er u.þ.b. 200.000$.

Tveir íslenskir strákar héldu út fyrr í mánuðinum til að taka þátt í opnu riðlakeppni Starcraft II móts Major League Gaming, en það munu vera spilararnir Gaulzi (Guðlaugur Árnason) og Majesty (Ólafur Tröster). Gaulzi hefur þegar gert garðinn frægan fyrir heldur óvenjulegar spilunaraðferðir í leiknum, þar sem hann notast aðallega við brellu sem kallast Cannon Rush, en þessi einkennilegi spilunarstíll hefur þegar vakið athygli utan Íslands. Majesty er einn virkasti meðlimur íslenska Starcraft II samfélagsins og stefnir á að halda sitt eigið Starcraft II mót á Íslandi í næsta mánuði. Báðir spila þeir fyrir íslenska Starcraft II liðið GEGT1337, en meðlimur þess liðs (Chrobbus/Daníel Ingi Þórarinsson) hampaði fyrir stuttu íslandsmeistaratitlinum í Starcraft II.

Mótið hefst í dag, en hægt er að fylgjast með því á heimasíðu Major League Gaming.

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑