Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Spurt og spilað: Páll Óskar
    Greinar

    Spurt og spilað: Páll Óskar

    Höf. Nörd Norðursins21. júní 2012Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar þriðji viðmælandi er Páll Óskar Hjálmtýsson.

    Páll Óskar er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og byrjaði ungur að árum að syngja. Eftir hann liggja fjölmargar hljómplötur sem ná til breiðs hóps hlustenda. Páll Óskar er einnig þekktur fyrir að halda uppi hörkustuði á tónleikum, bæði sem tónlistarflytjandi og plötusnúður.

    Lögin „Allt fyrir ástina“, „International“, „Betra líf“ og „Er þetta ást?“ eru meðal þeirra fjölmörgu laga sem hafa náð miklum vinsældum hér á landi. Páll Óskar hefur farið um víðan völl og hefur m.a. stýrt útvarpsþáttunum Dr. Love og Eurovisionþættinum Alla leið, ásamt því að vera dómari í Idol Stjörnuleit og X-Factor á Íslandi. Páll Óskar hefur einnig verið áberandi í réttindarbaráttu samkynhneigra hér á landi.

     

    Hverskonar tölvuleiki spilaru helst?

    - Ég spila nær aldrei tölvuleiki. Horfi bara á DVD, hlusta mikið á músik og les einstöku bækur. Ég fíla miklu betur alvöru PINBALL kúluspil eins og í gamla daga. Er að spá í að kaupa mér eitt slíkt á eBay og hafa sem stofustáss heima hjá mér. Helst „Guns-n-Roses“ kúluspilið. Það er geðveikt.


     

    Uppáhalds tölvuleikur?

    - Manic Miner fyrir Sinclair Spectrum 48K.

     

    Fyrsta leikjatölvan?

    - Það var reyndar lítið vasatölvuspil frá Nintendo sem hét „Fire“. Maður átti að grípa litla karla sem voru að stökkva úr brennandi húsi. Án efa síðan 1982. Telst það með?

     

    Uppáhalds leikjatölvan?

    - Ég fékk Playstation 3 í jólagjöf núna síðast. Hef leikið mér í henni nákvæmlega þrisvar sinnum síðan þá og horft á nákvæmlega 3 Blu-Ray diska í henni. Kvikmyndin DRIVE var algert tripp að horfa á. En ég er ekki að verða háður þessum PS3 leikjum. Þeir eru ekki að grípa mig.

     

    Eitthvað að lokum?

    - Já. Lífið er allt of fallegt og margbreytilegt til að eyða því fyrir framan tölvuskjá.

     

    Nörd Norðursins vill að lokum benda á alla þá fegurð, (tón)list, og lærdóm sem er að finna í tölvuleikjum. Við eyðum ekki tíma fyrir framan tölvuskjáinn – við njótum hans 😉

    – BÞJ
    Bjarki Þór Jónsson páll óskar paul oscar spurt og spilað
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBatgirl heimtaði launaleiðréttingu árið 1966 [MYNDBAND]
    Næsta færsla Nýjir leikir í gömlum búning
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.