Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Prometheus (3D)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Prometheus (3D)

    Höf. Nörd Norðursins1. júní 2012Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Frá því að fyrsta stiklan úr Prometheus leit dagsins ljós í desember í fyrra hefur mikil eftirvænting ríkt yfir nýjustu mynd leikstjórans Ridley Scott. Ridley Scott er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Alien (1979) og Blade Runner (1982), en Prometheus er óbein forsaga fyrstu Alien myndarinnar. Prometheus, eða Prómeþeifur eins og hún heitir á íslensku, hefur hloti talsverða umfjöllun á Íslandi þar sem að fjölmennt tökulið kom ásamt leikstjóranum og leikurum til landsins síðasta sumar til þess að taka upp fyrir myndina. Spenningurinn fyrir myndinni tengist þó ekki aðeins því að fallega eyjan okkar komi fram í henni, heldur einnig að Ridley Scott snýr sér loks aftur að vísindaskáldskapnum sem svo margir elska. En hvernig tekst  Ridley Scott og félögum að endurvekja hluta af yfir 30 ára gamalli sögu? Nær myndin að standast þær miklu kröfur sem óþreyjufullir aðdáendur hafa sett?

    Söguþráður myndarinnar á sér stað í lok 21. aldar þar sem við fylgjumst með hópi vísindamanna og landkönnuða sem telja sig hafa fundið vísbendingar um uppruna mannkynsins. Án þess að vita við hverju eigi að búast heldur teymið í leiðangur um geiminn í leit að svörum. Teymið samanstendur af fjölbreyttum persónum sem eru trúverðugar á hvíta tjaldinu þökk sé liði fagleikara.  Þar ber helst að nefna Noomi Rapace sem fer með hlutverk Elizabeth Shaw og Charlize Theron sem leikur Meredith Vickers, en það er þó Michael Fassbender sem stelur senunni og fer á kostum sem vélmennið David.

    David

    Söguþráður myndarinnar er að stórum hluta rólegur og yfirvegaður, sem er frábær tilbreyting frá hinum eilífa Hollywood-hasar. Sagan er einnig þétt og heldur áhorfandanum áhugasömum allar 123 mínúturnar með góðri sprengju í lokin. Umfangsefni myndarinnar býður augljóslega upp á trúarlegt og heimspekilegt þema, sem er notað í hluta myndarinnar, en til mikils léttis er þó aldrei farið yfir strikið í þeim málum. Á heildina litið er söguþráðurinn ótrúlega vel heppnaður, helsti ókosturinn er að á köflum eru of margar og stórar spurningar settar fram, og á sama tíma of fá svör gefin.

    Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að áhorfendur – og þá sérstaklega aðdáendur Alien myndarinnar – átti sig á því að Prometheus er ekki ný Alien mynd! Eins og áður sagði tengist myndin óbeint gömlu góðu Alien, en ef þú ferð á Prometheus með Alien-hugarfari eru líkur á þvi að þú verðir fyrir ákveðnum vonbrigðum. Myndin tengist Alien á vissan hátt en er að mörgu leyti sjálfstætt verk. Á meðan að Alien heldur áhorfandanum á tánum, er Prometheus með umfangsmeiri sögu sem tekur tíma að byggja upp og er mun nær samblöndu hasars og vísindaskáldskaps en hryllings og vísindaskáldskaps líkt og Alien.

    Að svo sögðu er óhætt að segja að Prometheus er stórkostleg mynd í flest alla staði. Með frábærum söguþræði, trúverðugum persónum, uppbyggjandi samtölum, magnaðri tónlist, glæsilegum tæknibrellum, stórbrotnu umhverfi og skapandi leikmunum hefur Ridley Scott og hans teymi skapað eina af betri vísindaskáldsögum sem sýnd hefur verið á hvíta tjaldinu frá aldamótum. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu góð útkoman er, en að hluta til er það vegna þess hve vel Ridley Scott nær að gæta hófs – hann notar ekki of mikið af tæknibrellum, ekki of mikið af hasar og sem flestir þættir fá að njóta sín í þessari stórgóðu mixtúru.

    Eins og mörgum er kunnugt hafa kvikmyndir í 3D öðlast sambærilegan stimpil og kvikmyndir sem eru byggðar á tölvuleikjum; þær eru oftar en ekki lélegar og/eða illa útfærðar. Að mínu mati hefur þrívíddartæknin verið notuð í óþarflega miklum mæli í kvikmyndum í dag, og þannig breytt mörgum kvikmyndum í eina langdregna brellusýningu, sem minnir helst á sýnishorn fyrir ný skjákort. Það gleður mig því að segja að Prometheus er EKKI ein af þessum myndum. Ridley Scott er augljóslega meðvitaður um kosti og galla þrívíddartækninnar þar sem hann notar hana i passlega miklu magni. Myndin snýst aldrei um sjálfa þrívíddartæknina, þannig að þeir sem vilja sjá myndina í 2D ættu ekki að upplifa myndina öðruvísi en þeir sem fóru á hana í 3D. Aftur á móti skilar 3D útgáfan virkilega góðri dýpt og ætti að þóknast flestum, líka þeim sem þola yfirleitt ekki 3D myndir. Hér virkar 3D tæknin líkt og þessi örfáu piparkorn sem sett eru á hina fullkomnu nautasteik – nautasteikin er frábær ein og sér, en þessi fáu piparkorn gera steikina jafnvel enn fullkomnari.

    Þegar á botnin er hvolft er Prometheus einstaklega vel heppnuð og þroskuð vísindaskáldsaga. Þó myndin sé róleg á köflum er hún aldrei langdregin, heldur nær hún að byggja upp áhugaverða sögu með góðum leik og fjölbreyttum persónum. Þrívíddartæknin í myndinni er til fyrirmyndar og er fullkomið dæmi um hvernig á að nota tæknina til þess að gera góða mynd enn betri. Prometheus er mynd sem þú munt vilja sjá oftar en einu sinni.
    Helsta hættan er að áhorfandinn tengi myndina OF mikið við Alien og fari með væntingar inn í bíósal sem kvikmyndin getur ekki fullnægt.

    – BÞJ

    alien Bjarki Þór Jónsson kvikmyndarýni Prometheus Ridley Scott sci-fi vísindaskáldskapur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNýjar fréttir af Godsrule
    Næsta færsla Bókarýni: Þoka eftir Þorstein Mar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    Sýnir mýkri hlið vondukallanna með blómaskreytingum – Viðtal við Ragnheiði Ýr

    12. október 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Stríðspöddur Starship Troopers

    28. júní 2022

    Aloy snýr aftur í Horizon Forbidden West

    24. febrúar 2022

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.