Birt þann 18. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
1Tveir íslenskir leikir tilnefndir til verðlauna á Nordic Game 2012
Norræna leikjaráðstefnan Nordic Game verður haldin 23-25. maí næstkomandi í Malmö í Svíþjóð, en þetta er í níunda skipti sem ráðstefnan verður haldin.
Að þessu sinni eru tveir íslenskir leikir tilnefndir til verðlauna; The Moogies frá Plain Vanilla er tilnefndur sem besti norræni barnaleikurinn (Best Nordic Children’s Game) og W.I.L.D. frá Mindgames fyrir nýjung í tölvuleik (Best Nordic Innovation Award).
Norrænn leikjaiðnaður virðist enn vera að eflast og stækka með árunum sem líða, en frá því að leikjaráðstefnan var haldin fyrir ári síðan hafa norræn fyrirtæki m.a. hannað leikina Battlefield 3, Minecraft (fullkláruð útgáfa og Xbox 360 útgáfa), Syndicate og Battlestar Galactica.
Nánari upplýsingar um leikjaráðstefnuna fást á heimasíðu Nordic Game: www.nordicgame.com.
Nörd Norðursins óskar Íslendingunum velgengnis á Nordic Game 2012.
– BÞJ
Pingback: Íslenskur leikur vinnur til verðlauna á Nordic Game Awards 2012 | Nörd Norðursins