Allt annað

Birt þann 30. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama

Í fyrra birti Erla prjónauppskrift að sveppahúfu úr Super Mario Bros. og nú er komið að því að prjóna heilasnigil (brainslug) úr vinsælu teiknimyndaþáttunum Futurama.

Áhugasamir geta skoðað fleiri prjónaverk eftir Erlu á Facebook.

 

 

 

Það sem þú þarft

• Grænt garn, ég notaði afgangs gerviefna garn en hægt er að nota hvaða garn sem er. Muna að passa að prjónastærð passi garninu
• Smávegis hvítt og svart garn fyrir augað
• 4 prjóna
• Nál til að ganga frá endum
• Heklunál
• Tróð

 

 

Búkur

Fitja upp 42 lykkjur, dreifa þeim jafnt á alla prjónanna og tengja í hring (passa að snúa ekki upp á).
Prjóna slétt þar til stykkið mælist sirka 10 cm (meira eða minn eftir því hversu stórt þú vilt hafa brainslug-ið).

 

Að fella af

Fella 6 lykkjur af, jafnt yfir alla prjóna i hverri umferð þar til 3 lykkjur eru eftir. Klippa bandið og þræða í gegnum lykkjurnar, ganga frá endum.

 

Fálmarar (antennas)

Prjónaðir eins og I-Cord:
Fitja upp 3 lykkjur og prjóna þar til stykkið mælist 6 cm (eða eins langt/stutt og þú vilt), prjóna annað alveg eins.
Sauma á höfuðið.

 

Neðsti hluti („pilsið“)

Hekla 2 umferðir í kringum neðsta hluta búksins.
Til að fá ójafna enda:
hekla nokkrar lykkjur, snúa stykkingu við og hekla 3-5 lykkjur , snúa stykkingu aftur við og hekla áfram.
Halda eins áfram út umferðina.

 

Auga

Sauma augað í, hægt er að prjóna það í jafnóðum eða nota efni eða einfaldlega sauma það í með afgangsgarni áður en botninn er saumaður á og tróðið sett í.

 

Botn

Botninn er heklaður, gera 4 loftlykkjur og tengja í hring. Hekla í hring þar til stykkið mælist sirka 4 cm (frá miðju og út í kant).
Sauma botninn á en muna að skilja eftir op svo hægt sé að koma fyllingunni í.
Sauma fyrir og skella á hausinn 🙂
Hægt er að festa brainslug-ið á spöng eða einfaldlega nota spennur til að halda honum á sínum stað.

 

Erla Jónasdóttir

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑