Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Allt annað»Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama
    Allt annað

    Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama

    Höf. Nörd Norðursins30. mars 2012Uppfært:20. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í fyrra birti Erla prjónauppskrift að sveppahúfu úr Super Mario Bros. og nú er komið að því að prjóna heilasnigil (brainslug) úr vinsælu teiknimyndaþáttunum Futurama.

    Áhugasamir geta skoðað fleiri prjónaverk eftir Erlu á Facebook.

     

     

     

    Það sem þú þarft

    • Grænt garn, ég notaði afgangs gerviefna garn en hægt er að nota hvaða garn sem er. Muna að passa að prjónastærð passi garninu
    • Smávegis hvítt og svart garn fyrir augað
    • 4 prjóna
    • Nál til að ganga frá endum
    • Heklunál
    • Tróð

     

     

    Búkur

    Fitja upp 42 lykkjur, dreifa þeim jafnt á alla prjónanna og tengja í hring (passa að snúa ekki upp á).
    Prjóna slétt þar til stykkið mælist sirka 10 cm (meira eða minn eftir því hversu stórt þú vilt hafa brainslug-ið).

     

    Að fella af

    Fella 6 lykkjur af, jafnt yfir alla prjóna i hverri umferð þar til 3 lykkjur eru eftir. Klippa bandið og þræða í gegnum lykkjurnar, ganga frá endum.

     

    Fálmarar (antennas)

    Prjónaðir eins og I-Cord:
    Fitja upp 3 lykkjur og prjóna þar til stykkið mælist 6 cm (eða eins langt/stutt og þú vilt), prjóna annað alveg eins.
    Sauma á höfuðið.

     

    Neðsti hluti („pilsið“)

    Hekla 2 umferðir í kringum neðsta hluta búksins.
    Til að fá ójafna enda:
    hekla nokkrar lykkjur, snúa stykkingu við og hekla 3-5 lykkjur , snúa stykkingu aftur við og hekla áfram.
    Halda eins áfram út umferðina.

     

    Auga

    Sauma augað í, hægt er að prjóna það í jafnóðum eða nota efni eða einfaldlega sauma það í með afgangsgarni áður en botninn er saumaður á og tróðið sett í.

     

    Botn

    Botninn er heklaður, gera 4 loftlykkjur og tengja í hring. Hekla í hring þar til stykkið mælist sirka 4 cm (frá miðju og út í kant).
    Sauma botninn á en muna að skilja eftir op svo hægt sé að koma fyllingunni í.
    Sauma fyrir og skella á hausinn 🙂
    Hægt er að festa brainslug-ið á spöng eða einfaldlega nota spennur til að halda honum á sínum stað.

     

    – Erla Jónasdóttir

    brainslug erla jónasdóttir futurama Prjónauppskrift
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNördalegasta flúr Íslands – Sigurvegarar
    Næsta færsla Leikjarýni: Alan Wake’s American Nightmare
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.