Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Saga leikjatölvunnar, 2. hluti (1983 – 1993)
    Greinar

    Saga leikjatölvunnar, 2. hluti (1983 – 1993)

    Höf. Nörd Norðursins15. ágúst 2011Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    eftir Bjarka Þór Jónsson

    Smelltu hér til að lesa 1. hluta.
    Japanska fyrirtækið Nintendo kom leikjatölvuiðnaðinum aftur á rétta braut með vinsælli leikjatölvu og frumlegum leikjatitlum. Hrun iðnaðarins varð til þess að fyrirtæki (t.d. Atari og Celeco) þurftu að snúa sér frá iðnaðinum og opnaðist því tómarúm fyrir ný fyrirtæki. Nintendo hafði áður gefið út Game & Watch sem var einskonar ferðatölvuspil með einum innbyggðgum leik. Leikjatölvan Famicom (stóð fyrir Family Computer, eða fjölskyldutölva) kom út í Japan 1983 og þóttu Nintendo djarfir í hönnun hennar, t.d. voru stjórntæki leikjatölvunnar allt öðrvísi en fólk hafði áður vanist. Tvö stjórntæki sem fylgdu vélinni voru með sína séreiginleika. Nr. I var sú týpa sem flestir þekkja í dag, flatt stjórntæki með átta- og tveim aðgerðartökkum. Nr. II var með hljóðnema og gat spilarinn hrætt burt skrímsli með því að öskra í hann í tölvuleiknum Legend of Zelda, og í japanska leiknum Takeshi No Chousenjou þurfti leikmaður að syngja í hljóðnemann. Slíka notkun á hljóðnema þekktist ekki í tölvuleikjum fyrr en mörgum árum síðar. Jafnvel útlit tölvunnar var djarft og óhefðbundið, hún var hvít og rauð með gylltum skreytingum. Nintendo Famicom var einungis fáanleg í Japan og hafði selst þar í mörgum milljónum eintaka, árið 1985 kom leikjatölvan á bandarískan og evrópskan markað og fékk nafnið; Nintendo Entertainment System (NES). Útliti tölvunnar var breytt fyrir nýjan markað – grá og svört með rauðu ívafi. Dreifing og vinsældir NES varð til þess að hún varð söluhæsta leikjatölvan. Margir leikir NES eru enn vel þekktir í dag, t.d. Super Mario Bros., Castlevania, Zelda og Final Fantasy. Aðalhetja leiksins Super Mario Bros. var pípari að nafni Mario, fenginn úr Nintendo leiknum Donkey Kong. Píparinn Mario varð að lukkudýri Nintendo og þeirra sérkenni og er það enn.


    Auglýsing úr Morgunblaðinu

    Spilakassaframleiðandinn (e. coin-op manufacturer) Sega kom með leikjatölvuna Sega SG-1000 í Japan árið 1983. Þessi leikjatölva var fjórum árum síðar seld í vestrænum löndum undir nafninu Sega Master System. Sega breytti vélinni lítið sem ekkert áður en hún kom á vestrænan markað og komu síðar ýmsir svæðistengdir gallar í ljós, t.d. hljóðgallar. Leikjatölvan seldist ekki nærri því jafn vel og NES og var leikjaúrval Master System langt frá því að ná úrvali Nintendo, en í Master System mátti finna um 300 leikjatitla á móti 1.400 í NES. Næstu árin var samkeppnin hörð milli Sega og Nintendo og reyndu fyrirtækin margt til að toppa hvor annan.

    Nintendo og Sega voru með markaðinn í höndum sér á meðan önnur (leikja)tölvufyrirtæki reyndu hvað þau gátu til að ná góðum sölutölum. Þar má helst nefna leikjatölvurnar Amstrad CPC 464 (1984), Atari ST (1985), Commodore Amiga (1985) og NEC PC-Engine (1987). Auk þess komu heimilistölvurnar sterkar inn á þessum tíma, IBM PC/AT (1984) og Apple Machintosh (1984). Engin leikjatölva náði jafn miklum vinsældum og vélarnar frá Nintendo og Sega sem seldust í milljónatali. Það var í rauninni ekki fyrr en risarnir tveir, Nintendo og Sega, komu með kynslóð leikjatölva, sem voru þá 16-bita (kynslóðin á undan var 8-bita), sem sölutölur náðu eldri metum.

    Við lok áttunda áratugarins komu 16-bita leikjatölvur sem voru mun hraðvirkar og skiluðu frá sér betri grafík og hljóðgæðum. Vinsælustu 16-bita leikjatölvurnar voru Sega Mega Drive frá 1988 og Super Nintendo Entertainment System (SNES) sem kom út þremur árum síðar. Þrátt fyrir miklar vinsældir NES og Nintendo seldist Sega Mega Drive mun betur en SNES vegna þess hversu snemma hún kom á markað. Auk þess tilkynnti Sega árið 1991 sitt nýja lukkudýr, Sonic, sem var blár broddgöltur sem hljóp um á miklum hraða og var með djarfa framkomu, ólíkt píparanum Mario.


    Hér er 8 (t.v.) og 16 bita (t.h.) grafík borin saman. Eins og sést er 16 bita grafíkin mun öflugri.

    Lítið fór fyrir handheldum leikjatölvum þar til 1989 þegar Nintendo skaut Game Boy inn á markað. Game Boy var ferðafélagi leikjatölvuspilarans og var hægt að taka með sér hvert sem er. Nintendo hertók handhelda leikjatölvumarkaðinn og þegar sambærilegar tölvur komu frá Atari (Lynx 1989) og Sega (Game Gear 1990) var lítil sem engin von um að ná vinsældum Game Boy. Nintendo gaf út leiki í Game Boy sem höfðu áður slegið í gegn á NES og varð leikurinn Tetris einn sá vinsælasti. Vegna þess hve vinsæl tölvan varð komu út nokkrar útgáfur af henni með mismunandi sérkennum.

    Hröð þróun hélt áfram í heimi leikjatölvunnar og var 8-bita tímabilið kvatt og tók tímabil 16-bita við og með mun betri grafík og hraða en áður þekktist. Tölvuleikir voru frumstæðir og einfaldir í hönnun og spilun, en geisladiskar margfölduðu síðar möguleika tölvuleikja og breyttu þar með leikjatölvu- og tölvuleikjaheiminum. Fyrirtækin fóru að einbeita sér að geisladiskum fyrir næstu kynslóð leikjatölva. Á árunum 1991-1993 komu fáar og óspennandi leikjatölvur út sem voru langt frá því að ná sambærilegum vinsældum Nintendo og Sega.

     

    Smelltu hér til að lesa 3. hluta.

     

    Heimildir:

    Hlutir úr lokaritgerð í sagnfræði; Nörd norðursins eftir Bjarka Þór Jónsson.

    Forster, Winnie, The Encyclopedia of Game Machines. Consoles.

    Wolf, Mark J. P., The Video Game Explosion. A History.

     

    Bjarki Þór Jónsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTölvuleikjapersóna: Duke Nukem
    Næsta færsla Leikjarýni: L.A. Noire
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.