Birt þann 6. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
1Veðrið – Íslenskar veðurupplýsingar í símann þinn!
Veðrið er nýr íslenskur og ókeypis aukahlutur (widget) í Android snjallsíma. Veðrið er væntanlegt í iPhone á næsta ári en í fyrstu útgáfunni (sem er nú fáanleg) verður hægt að finna upplýsingar um vindátt, meðalvind- og hámarksvindhraða síðastliðnu tíu mínútur, hita, veghita, raka, umferð og fleira.
Það eru þeir Guðmundur Hallgrímsson og Ólafur Helgi Haraldsson sem standa á bak við þennan skemmtilega aukahlut.
Aukahlutnum er líst á eftirfarandi hátt á Vedrid.com:
Veðrið birtir upplýsingar um íslenskt veður á því formi sem flestir þekkja, veðurskiltum Vegagerðarinnar. Þar að auki bíður græjan upp á greiðan aðgang að nánari upplýsingum um vind, vindhviður, hita, veghita og daggarmark ásamt upplýsingum um umferð.
Smelltu hér til að sækja Veðrið á Android Market.
– BÞJ
One Response to Veðrið – Íslenskar veðurupplýsingar í símann þinn!