Í seinustu viku kom hasar- og ævintýraleikurinn Echoes of the End út á Steam, PlayStation 5 og Xbox Series S|X. Leikurinn er frumraun íslenska leikjafyrirtækinsins Myrkur Games og skilgreinist sem AA-leikur í stærð og umfangi. Leikurinn býður upp á áhugaverða mixtúru þar sem hasar, þrautum, bardögum og áhugaverðum persónum er blandað saman, eitthvað sem minnir á gott Dungeons and Dragons ævintýri.
Eitt af því mörgu sem gerir leikinn áhugaverðan og eftirminnilegan er Aema – ævintýraheimurinn í Echoes of the End. Þar má finna landslag sem minnir á íslenska sveitasælu, vígaleg fjöll, jökla, stuðlaberg, eldfjall og grípandi útsýni. Þess má geta að þá þrívíddarskannaði Myrkur Games Kirkjufell og Sólheimajökul sérstaklega fyrir leikinn.
Ein mynd segir meira en þúsund orð – svo hér birtum við nokkrar vel valdar myndir sem teknar voru í ferðalagi okkar um Aema. Hægt er að sjá enn fleiri myndir á Facebook-síðunni okkar.











