Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Heklar tölvuleikjabangsa og fann ástina í World of Warcraft – Viðtal við Moa Särås
    Menning

    Heklar tölvuleikjabangsa og fann ástina í World of Warcraft – Viðtal við Moa Särås

    Höf. Bjarki Þór Jónsson26. október 2024Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Ég lærði að hekla árið 2021 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég þurfti að finna mér eitthvað tómstundargaman á meðan ég var að sinna barninu, þá fór ég að búa til bangsa…

    Sölubás sem innihélt ofurkrúttlega tölvuleikjabangsa fangaði athygli okkar á dögunum. Á bakvið básinn var hin 27 ára Moa Särås, sem hefur undanfarin þrjú ár verið að hekla allskonar bangsa. Við heyrðum í Mou og spurðum hana út í hvernig það kom til að hún fór að hekla tölvuleikjabangsa og hvar áhugasamir geta skoðað og keypt bangsa eftir hana.

    „Ég lærði að hekla árið 2021 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég þurfti að finna mér eitthvað tómstundargaman á meðan ég var að sinna barninu, þá fór ég að búa til bangsa og byrjaði svo að selja þá 2023“ segir Moa þegar við spyrjum hana hve lengi hún hefur verið að búa til þessa krúttlegu bangsa.

    En af hverju tölvuleikjabangsa en ekki bara hefðbundna bangsa? „Ég spilaði tölvuleiki mikið áður en ég eignaðist börn, eitthvað sem ég geri aðeins núna þegar tími gefst til. Það er auðveldara að leggja heklið frá sér en tölvuleiki þar sem ég dett djúpt inn í leikina þegar ég spila þá. Ég elska klassíska leiki, eins og Spyro, Crash Bandicoot, Super Mario og fleira. Ég elskaði The Legend of Zelda: Breath of the Wild! Ég náði meira að segja gullkúknum! Núna er ég að spila Hogwarts Legacy. Þegar ég spila leiki vil ég klára þá alveg og gef mér góðan tíma til að spila leikinn og safna öllum hlutum.“

    Þegar ég spila leiki vil ég klára þá alveg og gef mér góðan tíma til að spila leikinn og safna öllum hlutum.

    Moa er stundum með sölubás á Akranesi og Reykjavík þar sem hægt er að kaupa bangsa hjá henni. Hægt að skoða alla bangsa Mou á Instagram. „Það er nóg að kommenta undir mynd af því sem þú hefur áhuga á að kaupa og ég læt þig vita í kjölfarið hvað bangsinn kostar. Ég tek einnig við pöntunum. Verð fer svolítið eftir því hvað ég er að búa til, hvaða efni er notað og hve tímafrekt og flókið verkefnið er. Til dæmis kostar Majora’s Mask úr Zelda meira en Yoshi þar sem gríman er töluvert flóknari. Akkúrat núna er ég að hekla Sylvanas og Charizard.“

    Tölvuleikir eru ekki aðeins innblástur að böngsum Mou heldur fann hún ástina einnig í tölvuleik. „Ég er 27 ára og upprunlega frá Svíþjóð, ég kynntist maka mínum í gegnum World of Warcraft og flutti hingað til Íslands. Við búum á Akranesi og ég starfa hjá Össur. Ég er menntuð á sviði CNC og forritun en gef mér tíma til að sinna skapandi tómstundum.“

    Hægt er að skoða bangsana á Instagram-síðu Moa Särås sem kallast mistypeaks_stitchandcraft. Moa er stundum að streyma á Twitch undir nafninu mistypeaksstream. Vefsíða og YouTube-rás er einnig í vinnslu að sögn Mou.

    Við þökkum Mou kærlega fyrir viðtalið og mælum með að skoða Instagram-síðuna hennar!

    bangsar handavinna hekl Moa Särås The Legend of Zelda viðtal world of warcraft yoshi
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikurinn Landnáma kominn á snjalltæki og styður íslensku
    Næsta færsla PS5 Pro uppfærslulistinn stækkar
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.