Fréttir

Birt þann 1. október, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Íslenskur verðmiði kominn á PlayStation 5 Pro

Elko hóf forsölu á PlayStation 5 Pro í dag og birti samhliða því verðið á uppfærðu leikjatölvunni. Sony staðfesti söluverð erlendis á PS5 Pro á kynningu sem haldin var í seinasta mánuði, tölvan mun kosta $699 í Bandaríkjunum, £699 í Bretlandi og €799 í Evrópu.

Verðmiðinn á PlayStation 5 Pro hjá Elko á Íslandi er 139.995 kr. og afhending er áætluð þann 11. nóvember,

Verðmiðinn á PlayStation 5 Pro hjá Elko á Íslandi er 139.995 kr. og afhending er áætluð þann 11. nóvember, eða fjórum dögum eftir almennan útgáfudag. Til samanburðar kostar PlayStation 5 Slim Digital útgáfan 89.995 kr. og PlayStation 5 Slim með diskadrifi 99.995 kr. í Elko þegar þessi frétt er skrifuð. Þess má geta að þá fylgir ekki standur né diskradrif með PS5 Pro, en hægt er að kaupa þá hluti aukalega fyrir tölvuna.

Það má því segja að verðmiðinn á PlayStation 5 Pro á Íslandi sé innan skynsamlegra marka þar sem við hjá Nörd Norðursins áætluðum að verðið yrði á bilinu 120 – 160.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi og önnur gjöld.

Fjallað var um PlayStation 5 Pro í nýjasta þætti Leikjavarpsins. Þar var farið yfir tæknileg atriði, markaðinn og verðið.

Myndir: PS5 Pro og Elko.is

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑