Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Astro Bot býður upp á frábæra skemmtun
    Leikjarýni

    Astro Bot býður upp á frábæra skemmtun

    Höf. Bjarki Þór Jónsson7. september 2024Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Flestir PlayStation 5 eigendur muna eflaust eftir Astro, litla sæta vélmenninu í Astro’s Playroom sem er ókeypis tölvuleikur sem kynnir spilurum fyrir möguleikum PS5 DualSense fjarstýringarinnar. Nú hefur litla vélmennið snúið aftur í tölvuleiknum Astro Bot sem kom í verslanir þann 6. september og er leikurinn mun stærri og fjölbreyttari en sá fyrri.

    Geimverur tæta PlayStation í sundur

    Sagan í leiknum er á þá leið að geimverur komast í PlayStation 5 tölvuna, sem er jafnframt geimskip Astro og félaga, og rífa hana alla í sundur og stela hlutum úr henni. Astro fær það hlutverk í hendurnar að finna tölvupartana aftur í von um að geta komið tölvunni aftur í fyrra horf. Til þess þarf hann að ferðast til fjarlægra pláneta, sigrast á óvinum og komast í gegnum hættuleg svæði.

    Leikjaheimurinn skiptist í nokkur mismunandi svæði og inniheldur hver þeirra nokkrar plánetur. Hver pláneta hefur sitt þema, til dæmis er að finna borð sem gerast í geimnum, vetrarkulda, eyðimörk og vatni svo eitthvað sé nefnt. Uppbygging leiksins er með sama hætti og þekkist í flestum klassískum platformer-leikjum þar sem þú þarft að komast fram hjá óvinum og hindrunum og klára borðið. Heimarnir enda svo með erfiðari bardögum þar sem barist er við sterkari endakall.

    Hrein og bein skemmtun

    Astro Bot er platformer-leikur í þrívídd sem er spilaður í þriðju persónu. Leikurinn er þægilega auðveldur í spilun þar sem takkarnir eru fáir – þú þarft eingöngu að geta hreyft þig, hoppað og kýlt (og stundum að nota valda ofurkrafta, nánar um það eftir smá). Heimarnir eru skemmtilega fjölbreyttir og litríkir og borðin virkilega vel hönnuð. Spilunin býður upp á frábært flæði og er auðvelt er að gleyma sér í litríkum og fjölbreyttum ævintýraheimum.

    Það er fyrst og fremst frábært skemmtanagildi sem gerir Astro Bot góðan og eftirminnilegan.

    Það er fyrst og fremst frábært skemmtanagildi sem gerir Astro Bot góðan og eftirminnilegan. Nýir vel vandaðir platformer-leikir eru ekki sjálfgefnir á PlayStation og Xbox þessa dagana á meðan þeir eru kunnugri Nintendo spilurum með leikjum á borð við Mario Bros. leikina og Kirby and the Forgotten Land. Astro Bot er því kærkomin viðbót við PS5 leikjaflóruna. Þökk sé frábærri leikjahönnun, vélbúnaði PS5 og möguleikum DualSense fjarstýringarinnar fær Astro Bot að njóta sín í botn á PS5.

    Allt smellur mjög vel saman í Astro Bot – spilun, stjórnun, borðahönnun, tónlist og upplifun í heild sinni. Leikurinn er frekar einfaldur og gerir ekki ýkja miklar kröfur til spilarans en yngri spilarar og þeir sem spila sjaldan tölvuleiki finna eflaust fyrir hæfilegum áskorunum. Átta ára dóttir mín hafði alveg jafn gaman af leiknum og ég þó svo að þetta sé eins manns leikur þá er þetta tilvalinn fjölskylduleikur þar sem þeir reynslumeiri sjá um erfiðu svæðin. Stutt er á milli vistunarsvæða (save points) svo refsingin við það að deyja í leiknum er yfirleitt lítil.

    Í ferð sinni finnur Astro fjölbreytt úrval aukahluti sem gefa honum sérstaka krafta. Þessir ofurkraftar eru bundnir við ákveðin borð eða ákveðin svæði og bjóða upp á skemmtilega leið til að brjóta upp hefðbundna spilun. Meðal aukahluta má nefna tæki sem getur hægt á tímanum, hænu sem þeytist upp í loftið, fiman apa sem getur klifrað og mús sem smækkar Astro.

    DualSense ómissandi

    Líkt og í Astro’s Playroom þá tvinnar Astro Bot spilun leiksins markvisst við möguleika fjarstýringarnar með því að gefa frá sér hljóð, víbringa og nota snertiskyn sem gerir leikjaupplifunina enn skemmtilegri.

    Það er alltaf skemmtilegt þegar leikir ná að bjóða upp á nýja eða óhefðbundna upplifun eða nálgun þegar kemur að spilun. Fyrir þá sem ekki vita þá býður PS5 DualSense fjarstýringin upp á skemmtilega möguleika sem eiga það til að gleymast í spilun margra hefðbundinna leikja en þar sem Astro Bot er óður til PlayStation þá eru möguleikar fjarstýringarinnar nýttir til fulls. Hægt er að lesa nánar um PS5 DualSense hér í umfjöllun okkar á fjarstýringunni. Líkt og í Astro’s Playroom þá tvinnar Astro Bot spilun leiksins markvisst við möguleika fjarstýringarnar með því að gefa frá sér hljóð, víbringa og nota snertiskyn sem gerir leikjaupplifunina enn skemmtilegri. DualSense er hreinlega ómissandi fjarstýring þegar kemur að því að spila Astro Bot.

    Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna

    Ef þú hefur gaman af leikjum á borð við Mario Bros. leikina, Kirby and the Forgotten Land, Astro’s Playroom eða SackBoy: A Big Adventure þá er Astro Bot klárlega leikur sem þú ættir að spila. Í leiknum er lögð áhersla á einfalda skemmtun sem flestir ættu að hafa gaman af. Allt smellur mjög vel saman í Astro Bot og hiklaust hægt að mæla með honum. Leikurinn sjálfur fær 4,5 stjörnu af 5 mögulegum í einkunn en skemmtileg notkun á DualSense hækkar einkunnina upp í 5 stjörnur – fullt hús stiga!

    Eintak var í boði útgefanda

    Astro Astro Bot DualSense platformer playstation PlayStation 5 PS5
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaWarhammer 40K: Space Marine 2
    Næsta færsla Gefum fjóra miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.