Fréttir

Birt þann 12. apríl, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Fallout 4 fær uppfærslu í tilefni Fallout þáttanna

Bethesda hefur gefið út talsvert af nýjum upplýsingum í kringum „Next-Gen“ uppfærslu leiksins fyrir PlayStation 5 og Xbox Series X|S. Upprunalega voru þessar upplýsingar staðfestar árið 2022 en töfðust útaf alheimsfaraldrinum og öðrum ástæðum.

Þessi uppfærsla fyrir leikinn er frí og mun koma út þann 25. Apríl næst komandi. Þessi uppgáfa færir leikmönnum útgáfu leiksins sem hönnuð er sérstaklega fyrir nýjum leikjavélarnar og til að nýta möguleika þeirra betur. Hægt verður að spila í Performance eða Quality stillingum í leiknum, nákvæmlega hvernig það mun virka hefur ekki verið staðfest, en Bethesda hefur þó sagt að „hægt verður að upplifa leikinn í allt að 60fps (römmum á sek) og í hærri upplausnum.“

Fyrir þá sem eru en að spila leikinn á PS4 og Xbox One þá verður ný uppfærsla fyrir leikinn með ýmsum lagfæringum. PC útgáfa leiksins fær einnig uppfærslu fyrir breiðtjalds og „Ultra Wide“ upplausnir ásamt lagfæringum á Creation Kit o.f.l.

Leikurinn er nú þegar til á Steam, Microsoft Store og GOG, en mun nú einnig koma til Epic Game Store og leikurinn verður Steam Deck verified, sem þýðir að það hefur verið hugsað til hvernig leikurinn keyrir á lófavél Valve.

Það verður einnig nýtt söguefni í boði fyrir fólk að spila „Echoes of the Past“ er ný sögulína sem færir The Enclave til sögu Fallout 4. Einnig verður efni fyrir Creation Club eins og útlits skin fyrir vopn og brynjur innifalið:

  • Enclave Weapon Skins
  • Enclave Armor Skins
  • Tesla Cannon
  • Hellfire Power Armor
  • X-02 Power Armor
  • Heavy Incinerator
  • Að lokum er það Hrekkjavöku Workshop með 38 nýjum skreitingum til að gera byggðir þínar en hryllilegri.

Tímasetningin er líklega engin tilviljun, þar sem sjónvarpsþættir Amazon Prime, Fallout voru að koma út þann 11. Apríl og hafa verið að fá góða dóma. Jonathan Nolan sem bjó til Westworld þættina fyrir HBO, leiðir þetta nýja samstarfsverkefni Bethesda og Amazon Prime.

Todd Howard aðalhönnuður Fallout og Elder Scrolls leikjanna, sagði að vissir hlutir úr Fallout heiminum hefðu ekki endað í þáttunum þar sem Bethesda fyrirtækið sé að stefna að nota það í Fallout 5.

Ef þið hafið aldrei spilað Fallout leikina þá er ekki slæmur tími að kíkja á þá núna og kannski skoða þættina í leiðinni. Hægt er að lesa gagnrýni okkar fyrir Fallout 4, Fallout 76 og Fallout Shelter á vefsíðu Nörd Norðursins.

Heimild: Gamespot

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑