Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Upprunalegi The Witcher endurgerður í Unreal 5
    Fréttir

    Upprunalegi The Witcher endurgerður í Unreal 5

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson26. október 2022Uppfært:26. október 2022Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Pólska fyrirtækið CD Project RED tilkynnti í dag í tilefni 15 ára afmælis seríunnar að fyrsti leikurinn í The Witcher yrði endurgerður frá grunni í Unreal Engine 5.

    Annað pólskt stúdíó, Fool’s Theory er að vinna að endurgerðinni og er samsett af mörgum fyrrverandi starfsmönnum CD Project sem unnu að The Witcher.

    „Þetta er spennandi dagur fyrir The Witcher aðdáendur, The Witcher Remake hefur verið staðfest. Á meðan það var The Witcher 3: Wild Hunt sem kom seríunni á kortið, þá voru leikirnir tveir á undan sem sögðu sögu Geralt og félaga hans. Núna fá nútíma áhorfendur möguleika að upplifa upprunalega leikinn byggðan frá grunni upp í Unreal Engine 5.“

    Leikurinn er í forvinnslu og hefur gengið undir dulnefninu „Canis Majoris“, ekki var vitað áður hvort að þetta væri leikur sem gerðist á eftir The Witcher 3 eða hliðarleikur. Núna vitum við það að þetta er endurgerð fyrsta leiksins.

    Það verður líklega talsvert í að þessi komi út og lofar fyrirtækið að það muni gefa sér þann tíma sem þarf til að vinna þessa endurgerð vel og biður um þolinmæði fólks á meðan og lofar nánari fréttum í framtíðinni.

    The Witcher kom út árið 2007 og keyrði á Aurora Engine vél BioWare sem hafði áður keyrt RPG leikina, Neverwinter Nights 1 og 2 leikina ásamt aukapökkunum. The Witcher átti ýmislegt sameiginlegt með þeim leikjum og var hægt að stöðva bardagana og spila þá taktískara en er í síðari leikjum seríunnar.

    CD Project RED hefur lofað að allir The Witcher og Cyberpunk leikir sem koma út framvegis fá betri tæknilegar prófanir á öllum vélbúnaði og tölvum í framtíðinni. Eitthvað sem því miður Cyberpunk 2077 fékk ekki alveg á sínum tíma.

    Hægt er að næla sér frítt The Witcher: Enhanced Edition á GOG þjónustinni í dag, GOG er eimmit rekið af sama fyrirtæki og býr til Cyberpunk og Witcher leikina.

    Hvernig líst fólki á þessa frétt? Spiluðuð þið fyrsta The Witcher leikinn?

    Heimild:Fréttatilkynning CD Project RED

    CD Project Red GOG pc PS5 Remake The Witcher The Witcher Enhanced Edition Unreal Engine 5 Xbox Series X
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSilent Hill fréttapakki
    Næsta færsla Í skugga leðurblökunnar
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.