Birt þann 2. ágúst, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Tölvuleikjaveisla á Hinsegin dögum 2022
Hinsegin dagar hófust formlega í dag og standa yfir til og með 7. ágúst. Þrír tölvuleikjatengdir viðburðir verða í boði í dag og á morgun; fyrirlestur um hinsegin í tölvuleikjum og leikjaiðnaðinum, hinsegin gleði í Arena Gaming og GameTíví verður með sérstakt streymi tengt hinsegin dögum.
ApocalypsticK streymir á GameTíví
Dragdrottningarnar í Apockalypstick ætla að spila Phasmophobia í beinni á Twitch-rás GameTíví að tilefni Hinsegin daga. Útsending hefst kl. 21 þriðjudaginn 2. ágúst.
GA(Y)ME OVER: Hinsegin í tölvuleikjum
Á Regnbogaráðstefna Hinsegin daga verður boðið upp á fyrirlestur um birtingarmynd hinsegin fólks í tölvuleikjum og stöðu þess í leikjaiðnaðinum. Dæmi úr ýmsum tölvuleikjunum verða skoðuð, þar á meðal The Sims, Cyberpunk 2077 og The Last of Us. Fyrirlesturinn fer fram kl. 16:00 miðvikudaginn 3. ágúst á Borgarbókasafninu í Grófinni.
Skoða viðburð á Facebook
Hinsegin gleði í Arena Gaming
Strax að loknum fyrirlestri verður hægt að skella sér á Arena og að hitta aðra hinsegin spilara og mynda tengsl í gegnum gleði og keppni. Keppt verður í nokkrum leikjum og verða þjálfarar á staðnum til aðstoðar. Cosplay-keppni verður á staðnum þar sem flottasti búningurinn fær 100 tíma í Arena í verðlaun. Viðburðurinn hefst klukkan 18 miðvikudaginn 3. ágúst og stendur yfir til miðnættis. Það kostar 2.990 kr. inn og í verðinu er innifalið spilun allt kvöldið og pizzuhlaðborð.
Skoða viðburð á heimasíðu Hinsegin daga
Mynd: Samsett af regnabogafánanum, GameTíví auglýsingu og Sims 4 Wedding Stories