Leikjarýni

Birt þann 14. febrúar, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hættu að lesa um Inscryption!

Hættu að lesa um Inscryption! Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Eftirminnilegur og fjölbreyttur kortaspilaleikur með áhugaverðu tvisti sem kemur skemmtilega á óvart.

5

Tímamótaverk


Þú hér?! Hvernig komstu hingað?? Sástu ekki bannskiltið fyrir framan innganginn?

Ertu viss um að þú viljir vera hérna? Ég er ekki svo viss…

Sérðu X-ið þarna uppi í horninu á vafranum þínum? Viltu ekki bara smella snöggvast á það og loka glugganum? Það er þér fyrir bestu. Því að því minna sem þú veist um leikinn Inscryption, því betra fyrir þig.

FARÐU SEGI ÉG!

Ertu enn hér? Þú hlýtur að vera ansi forvitinn um þennan blessaða leik. Jæja þá. Fyrst þú eeendilega vilt. Ég skal segja þér aðeins frá Inscryption, en bara aðeins. Mig langar mikið að tala um leikinn en veistu, mér þykir óskaplega vænt um þig kæri lesandi, og þess vegna verð ég að bíta í tunguna á mér svo ég segi ekki of mikið.

Inscryption er fyrst og fremst lifandi kortaspilaleikur þar sem þú berst gegn andstæðingum með kortaspilum.

Ég get þó sagt þér þetta. Inscryption er fyrst og fremst lifandi kortaspilaleikur þar sem þú berst gegn andstæðingum með kortaspilum. Ég hef sjálfur ekki heillast af mörgum kortaspilatölvuleikjum í gegnum tíðina, Hearthstone náði vissulega að heilla mig upp úr skónum – og þar með er þeirri upptalningu lokið. Svo kom Inscryption. Þvílíkur leikur! Ólíkt Hearthstone þá er Inscryption eins manns leikur sem inniheldur söguþráð og fjölbreyttar þrautir. Leikurinn nær að…

… þarna var ég næstum því byrjaður að kjafta frá. Mig langar svo mikið að segja þér meira frá leiknum, en veistu. Mér þykir bara of vænt um þig kæri lesandi.

Fjandakornið, farðu nú! Hættu að lesa um Inscryption! Spilaðu helvítis leikinn! Hann er algjört meistarverk!

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑