Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Álfar dansa með Daða og Gagnamagninu í Just Dance 2022
    Fréttir

    Álfar dansa með Daða og Gagnamagninu í Just Dance 2022

    Höf. Bjarki Þór Jónsson1. nóvember 2021Uppfært:1. nóvember 2021Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Hægt er að sjá sýnishorn úr leiknum hér fyrir neðan sem sýnir brot úr Think About Things atriðinu þar sem álfar dansa við lagið.

    Fimmtudaginn fjórða nóvember næstkomandi kemur dansleikurinn Just Dance 2022 í verslanir. Leikurinn inniheldur fjölbreyttan lagalista og er þar meðal annars að finna lagið Think About Things með Daða and Gagnamagninu, sem var framlag Íslands til Eurovision árið 2020. Hægt er að sjá sýnishorn úr leiknum hér fyrir neðan sem sýnir brot úr Think About Things atriðinu þar sem álfar dansa við lagið.

    Íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur áður komist í fréttirnar vegna tölvuleikja, þar á meðal vegna Psychonauts 2 tónleika sinna sem sýndir voru á YouTube-rás Xbox og svo tölvuleiksins Daði & Gagnamagnið: Think About Aliens sem gefinn var út samhliða framlaginu til Eurovision. Daði var einnig í samstarfi við Mussila Planets sem gaf út leikinn Neon Planets ft. Daði Freyr árið 2017.

    Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur flytjandi er með lag í Just Dance tölvuleik en auk Think About Things er að finna lög á borð við Build a B**** með Bella Poarch, Run the World með Beyoncé, Buttons með Pussycat Dolls og Chandelier með Sia.

    Just Dance leikjaserían á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2009 þegar fyrsti Just Dance leikurinn kom út á Nintendo Wii leikjatölvuna, sem var þekkt fyrir að nota hreyfiskynjara við spilun leikja. Just Dance leikirnir náðu fljótt vinsældum þar sem fólk fékk tækifæri til að æfa danshæfileika sína við vinsæl popplög. Undanfarin ár hefur nýr Just Dance leikur komið úr á ári hverju þar sem nýir dansar og nýir lagalistar eru kynntir til sögunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur flytjandi er með lag í Just Dance tölvuleik en auk Think About Things er að finna lög á borð við Build a B**** með Bella Poarch, Run the World með Beyoncé, Buttons með Pussycat Dolls og Chandelier með Sia. Hægt er að sjá lagalistann í heild sinni fyrir Just Dance 2022 hér á Wikipedia.

    Mynd: Ubisoft á YouTube

    Daði Freyr Daði og Gagnamagnið dans Eurovision Just Dance Just Dance 2022
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGeek’s Guide to Reykjavik
    Næsta færsla Leikjavarpið #32 – Guardians of the Galaxy, State of Play og Nintendo Expansion Pack
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.