Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Flakkað á milli vídda í Ratchet & Clank Rift Apart
    Leikjarýni

    Flakkað á milli vídda í Ratchet & Clank Rift Apart

    Höf. Nörd Norðursins14. ágúst 2021Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Ratchet & Clank Rift Apart er fyrsti Ratchet & Clank leikurinn á PlayStation 5 og sá fimmti í seríunni. Leikjaserían hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2002 á PlayStation 2.

    Í byrjun leiks stelur hinn illi Dr. Nefarious Dimensionator-tækinu sem opnar gátt milli vídda í þeim tilgangi að finna þá vídd þar sem hann sigrar allt og alla. Í slysni opnast víddir á fleiri stöðum og ferðast Clank í eina þeirra og hittir þar Rivet, sem er Lombax líkt og Ratchet, aðalsöguhetja seríunnar. Markmiðið í leiknum er að sameina Ratchet og Clank og sigra illmenni Dr. Nefarious, eða Nefarious keisara líkt og hann þekkist í sinni sigur-vídd.

    Lombaxarnir Ratchet og Rivet eru aðalsöguhetjur í þessum þriðju persónu hasar- og ævintýraleik. Spilunin gengur mest út á að skjóta og berja óvini og safna hlutum en inn á milli er boðið upp á minni leiki og þrautir sem nær að gera spilunina fjölbreyttari. Leikurinn svipar að miklu leyti til eldri Ratchet & Clank leikja en það sem gerir þennan leik sérstakan eru ferðalög á milli vídda. Víða í borðum leiksins má finna gáttir í nýjar víddir, í sumum tilfellum virka gáttirnar þannig að spilarinn getur ferðast hratt á milli staða í borðinu en í öðrum tilfellum er flakkað á milli tveggja heima. Með þessum möguleika nýtir leikurinn sér hraðan sem SSD diskurinn í PlayStation 5 býður upp á þar sem leikir geta sótt gögn mun hraðar en í eldri kynslóðum PlayStation.

    Leikurinn svipar að miklu leyti til eldri Ratchet & Clank leikja en það sem gerir þennan leik sérstakan eru ferðalög á milli vídda.

    Bjarki, Sveinn og Daníel spiluðu leikinn og fjölluðu um hann í þætti 26 af Leikjavarpinu. Þeir eru sammála um að leikurinn sé gullfallegur í 4K upplausn og umhverfið, lýsingin og smáatriðin gera leikinn eftirminnilegan. Öll tæknileg vinnsla er til fyrirmyndar og leikurinn býður upp á góða afþreyingu þó svo að leikurinn geti verið heldur auðveldur á köflum.

    Hlustaðu á gagnrýnina í heild sinni hér fyrir neðan.

    Ratchet and Clank Ratchet and Clank Rift Apart tölvuleikjagagnrýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjavarpið #26 – Ratchet & Clank, Steam Deck og Activision Blizzard kæran
    Næsta færsla Ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.