Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Xbox Series X – „159.999 kr er ekki almennt verð á vélinni“
    Fréttir

    Xbox Series X – „159.999 kr er ekki almennt verð á vélinni“

    Höf. Bjarki Þór Jónsson26. nóvember 2020Uppfært:26. nóvember 2020Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Útgáfudagur Xbox Series X og Xbox Series S, níundu kynslóð leikjatölva frá Microsoft, var 10. nóvember síðastliðinn. Í gær bauð Gamestöðin óvænt upp á þrjú eintök af Xbox Series X til sölu og er það í fyrsta sinn sem leikjatölvan fer í almenna sölu á Íslandi. Heitar umræður mynduðust þegar verðmiðinn var birtur en eitt eintak kostaði 159.999 kr.

    Við heyrðum í Hallbirni S. Guðjónssyni hjá Gamestöðinni og spurðum hann út í verðið, framboð á tölvunni og hvers vegna upprunalega færslan sem innihélt upplýsingar um verðið á tölvunni sé horfinn af Facebook-síðu fyrirtæksins.

    „Okkur bauðst 3 eintök frá birgja sem við verslum reglulega við sem er staðsettur í Bretlandi og innkaupaverðið á þessum 3 eintökum var mun hærra en almennt verð á vélinni, bara verðið á vélinni án tolla, flutninga og vsk var yfir 100 þúsund krónur.

    Við vildum geta boðið viðskiptavinum okkar sem eru hvað spenntastir að fá þessa vél að geta þá nálgast hana hjá okkur ef þeir vilja ekki bíða eftir að það kæmi meira. Framboðið á þessari vél um allan heim er lítil sem engin.
    Við erum einnig að vinna með Microsoft partner hér á Íslandi sem er að vinna hörðum höndum til að fá vélar hingað heim í gegnum Xbox en það yrði vonandi í fyrsta lagi fyrri helmings næsta árs.

    159.999 kr er ekki almennt verð á vélinni, við verðlögðum hana miðað við hvað innkaupaverðið var hátt, flutningskostnaðs og tolla. Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar uppá góð og sanngjörn verð en því miður þarf verðið líka að standa undir kostnaði.

    Færslunni á Facebook var eytt út vegna þess að vélin seldist upp og vorum við að fá mikið af fyrirspurnum varðandi kaup á vélinni.

    Við erum öll af vilja gerð til að hjálpa til og að vera sanngjörn við alla, […]“

    gamestöðin verð Xbox Series X
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFyrsti íslenski verðmiðinn kominn á Xbox Series X – 100% dýrari en erlendis
    Næsta færsla Draugur í vélinni
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.