Fréttir

Birt þann 26. nóvember, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Xbox Series X – „159.999 kr er ekki almennt verð á vélinni“

Útgáfudagur Xbox Series X og Xbox Series S, níundu kynslóð leikjatölva frá Microsoft, var 10. nóvember síðastliðinn. Í gær bauð Gamestöðin óvænt upp á þrjú eintök af Xbox Series X til sölu og er það í fyrsta sinn sem leikjatölvan fer í almenna sölu á Íslandi. Heitar umræður mynduðust þegar verðmiðinn var birtur en eitt eintak kostaði 159.999 kr.

Við heyrðum í Hallbirni S. Guðjónssyni hjá Gamestöðinni og spurðum hann út í verðið, framboð á tölvunni og hvers vegna upprunalega færslan sem innihélt upplýsingar um verðið á tölvunni sé horfinn af Facebook-síðu fyrirtæksins.

Okkur bauðst 3 eintök frá birgja sem við verslum reglulega við sem er staðsettur í Bretlandi og innkaupaverðið á þessum 3 eintökum var mun hærra en almennt verð á vélinni, bara verðið á vélinni án tolla, flutninga og vsk var yfir 100 þúsund krónur.

Við vildum geta boðið viðskiptavinum okkar sem eru hvað spenntastir að fá þessa vél að geta þá nálgast hana hjá okkur ef þeir vilja ekki bíða eftir að það kæmi meira. Framboðið á þessari vél um allan heim er lítil sem engin.
Við erum einnig að vinna með Microsoft partner hér á Íslandi sem er að vinna hörðum höndum til að fá vélar hingað heim í gegnum Xbox en það yrði vonandi í fyrsta lagi fyrri helmings næsta árs.

159.999 kr er ekki almennt verð á vélinni, við verðlögðum hana miðað við hvað innkaupaverðið var hátt, flutningskostnaðs og tolla. Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar uppá góð og sanngjörn verð en því miður þarf verðið líka að standa undir kostnaði.

Færslunni á Facebook var eytt út vegna þess að vélin seldist upp og vorum við að fá mikið af fyrirspurnum varðandi kaup á vélinni.

Við erum öll af vilja gerð til að hjálpa til og að vera sanngjörn við alla, […]“

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑