Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»FIFA 20 færir hasarinn á götuna á ný
    Fréttir

    FIFA 20 færir hasarinn á götuna á ný

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson8. júní 2019Uppfært:10. júní 2019Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nýtt ár, nýr FIFA. Eins og sumarið leysir af veturinn þá er víst að EA muni gefa út nýjan FIFA fótboltaleik.

    FIFA 20 mun innihalda Volta fótbolta. Þetta minnir okkur mikið á gömlu FIFA Street leikina þar sem áhersla er lögð á smærri spilun með færri leikmönnum og jafnvel engum markmönnum. Hægt verður að notast við alla leikmennina sem eru í leiknum ásamt liðum.

    Hægt verður að spila á fjölbreyttum leikvöngum eins og á þaki byggingar í Tókíó, búri í London eða undir hraðbraut í Hollandi. 3 á móti 3, 4 á móti 4 og 5 á móti 5 og í hinum ýmsu uppstillingum. Auðvelt verður að nota umhverfið til að spila boltann framhjá andstæðingnum og notast við hin ýmsu boltabrögð. Hægt verður að velja á milli þess að spila sem karl eða kona og sérsníða útlit leikmanna.  

    Varnarspilunin í FIFA hefur fengið uppfærslu og mun gervigreind tölvustjórnaðra leikmanna verða fjölbreyttari og raunverulegri en áður. Tæklingar eiga að verða betri fyrir þá sem vilja stjórna varnarmönnunum sjálfir. 1 á móti 1 hefur verið betrumbætt í leiknum ásamt nákvæmni í skotum að marki. Markmenn munu ekki verða eins vélrænir í að verja flest skot eins og áður.

    Nú á að vera betra að klára færinn en áður sem á að hjálpa til að gera leikinn raunverulegri og betri í spilun. Hreyfing boltans á vellinum og hvernig hann bregst við spörkum hefur einnig verið betrumbætt frá fyrri leik.

    Saga Alex Hunter í síðustu FIFA leikjum mun enda í FIFA 2020. Spurning hvað Hunter á eftir að gera? Að vinna dollu í HM kannski?

    E3 2019 ea FIFA FIFA 20 Football
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEA sýnir 15 mín úr Star Wars: Jedi Fallen Order á EA Play
    Næsta færsla Battlefield V fær ný borð og leikjatýpur
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.