Fréttir

Birt þann 6. apríl, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Söguleg stund! RÚV með beina útsendingu frá rafíþróttamóti

Söguleg stund verður klukkan 14:15 í dag þegar RÚV sjónvarpar í fyrsta sinn beinni útsendingu frá úrslitum í rafíþróttamóti.

Í dag, laugardaginn 6. apríl, klukkan 14:15 hefst bein útsending á aðalrás RÚV frá úrslitum Íslandsmótsins í FIFA fótboltatölvuleiknum. Mótið tengist Meistaradögum á RÚV þar sem einnig er keppt í sundi, pílukasti og fleiri íþróttagreinum. Þetta er í fyrsta sinn sem RÚV sjónvarpar beinni útsendingu frá rafíþróttamóti og því má segja að um sögulega stund sé að ræða.

RÚV í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands halda utan um Íslandsmótið í FIFA. Mótið hófst í seinasta mánuði og tóku um 70 manns þátt en útsendingin sem hefst kl. 14:15 sýnir beint frá úrslitaleikjum mótsins þar sem fjórir efstu spilarar landsins keppa um titilinn.



Forsíðumynd: RÚV

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑