Leikjarýni

Birt þann 16. nóvember, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: Leisure Suit Larry – Wet Dreams Don’t Dry

Leikjarýni: Leisure Suit Larry – Wet Dreams Don’t Dry Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Ágæt útkoma í gjörbreyttum heimi, vandinn er að það er ekki farið nógu langt með hlutina.

3.5

Ágætur


Larry ævintýraleikirnir eiga sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1987 þegar leikurinn Leisure Suit Larry – in the Land of the Lounge Lizard kom út. Upprunalegi leikurinn var hannaður af Al Lowe og Mark Crowe og gefinn út af Sierra On-Line fyrir PC og Apple II. Leiknum gekk ekkert sérstaklega vel í fyrstu og hafði fullorðins efniviður leiksins þar mikið um að segja. Búðir voru ekki spenntar fyrir því að selja eða auglýsa leikinn. Þrátt fyrir það, þá seldist leikurinnt mjög vel og skilaði góðum hagnaði í lok árs.

Á árunum 1988-1996 komu út fimm Leisure Suit Larry leikir og síðar komu út tveir hliðarleikir sem þóttu frekar illa heppnaðir og eftir það virtist serían vera að mestu dauð. Gefin varm út endurgerð af fyrsta leiknum árið 2013 sem var fjármögnuð í gegnum Kickstarter.

LSL – Wet Dreams Don’t Dry er nýjasti leikurinn í seríunni og sá fyrsti sem þýska fyrirtækið Assemble Entertainment gefur út, þeir sjá um útgáfu allra gömlu Larry leikjanna í dag sem má finna á Steam og Gog þjónustunum. Fyrirtækið CrazyBunch sér um hönnun leiksins og hefur að mestu hingað til verið þekkt fyrir sýndarveruleikaleiki (VR), ásamt að því að koma að gerð annara leikja.

Svo hvernig tekst að endurlífga steingervinginn sem er Larry árið 2018?

Svo hvernig tekst að endurlífga steingervinginn sem er Larry árið 2018? Maður fattaði það líklega ekki þegar maður var að spila gömlu Larry leikina um 10-11 ára aldur að þetta væri kannski ekki alveg rétta ímyndin sem maður ætti að hafa af samskiptum kynjanna eða hvernig maður ætti að tala við stelpur, hvað þá konur. En sem lítil gelgja þá var þetta gríðarlega spennandi á þeim tíma.

Að byrja á LSL-WDDD vekur upp margar minningar, leikurinn er með aldursspurningakerfi sem þarf að svara fimm spurningum rétt til að fá að spila leikinn. Þær eiga að fiska út þau sem eru ekki orðin nógu gömul til að spila slíkan leik. Margar spurningarnar eru tilvísun í gamla tækni eða hluti frá níunda áratugnum. Til allrar lukku þarf bara að svara þessum spurningum einu sinni í upphafi hvers leiks.

Það er ótal tilvísanir í nútímatækni í formi t.d. Prune tæknirisans sem fólk ætti að fatta hvað er verið að vísa í. Snjallforritið Timber er leið Larry til að kynnast nýju fólki og ferðast hann með appinu Unter um New Lost Wages borgina og tekur myndir til að setja inn á Instacrap forritið.

Leikurinn byrjar á því að Larry vaknar á dularfullri rannsóknarstofu, neðanjarðar stutt frá Lefty’s Bar. Hann kemur sér út og hittir barþjóninn Lefty sem er mjög undrandi að sjá hann á ný eftir meira en 30 ára fjarveru og óbreyttan í útliti. Heimurinn sem Larry bjó í í lok níunda áratugsins er gjörólíkur þeim sem fólk býr í dag. Viðhorf fólks ásamt tækninni sem tengir það er gjörólíkt frá því sem hann þekkti til.

Það er ótal tilvísanir í nútímatækni í formi t.d. Prune tæknirisans sem fólk ætti að fatta hvað er verið að vísa í. Snjallforritið Timber er leið Larry til að kynnast nýju fólki og ferðast hann með appinu Unter um New Lost Wages borgina og tekur myndir til að setja inn á Instacrap forritið.

Eins og má búast við í svona leik þá tekur það ekki langan tíma fyrir Larry að falla fyrir Faith sem vinnur hjá Prune og setur hún honum það takmark að hækka einkunn sína á Timber til að eiga séns í stefnumót með henni. Larry flækjast í vandræði í leit sinni af ástinni á öllum röngum stöðum. Leikurinn er hefðbundinn „point & click“ leikur af gamla skólanum þar sem þú þarft að smella á flest í umhverfinu til að komast af því hvort þú getir notað það, síðan þarf að finna hvort þú getur sameinað hlutina til að leysa þrautir í leiknum. Ég skal viðurkenna að ég hafði aldrei það gaman af þessum hluta gömlu Sierra ævintýraleikjanna og það er hlutur sem hefur ekki sérstaklega elst neitt vel á þessu 20+ árum síðan að maður spilaði þessa leiki.

Það sem helst vantaði fyrir þá sem eru ekki vanir svona leikjum (eða orðnir of gamlir), væri smá vísbendingakerfi sem hjálpaði manni aðeins þegar maður er fastur í leiknum og veit engan veginn hvað á að gera næst.

Útlit leiksins er handteiknað og skartar 30 mismunandi svæði til að kanna. Útlit persóna og Larry er vel gert og er stíll leiksins fín blanda af nútímanum og vísun í gömlu ævintýraleikina. Helsti galli leiksins er að það eru ekki svo mörg svæði í New Last Wages til að kanna. Í raun eru það bara níu svæði til að kanna og aðeins tvö þeirra eru stór. Að klára leikinn tekur líklega á milli 6-10 tíma, það fer líklega að mestu eftir hve vant fólk er að spila þessa tegund leikja.

Þegar upp er staðið er LSL – Wet Dreams Don’t Dry tilraun til afturhvarfs gullaldar ævintýraleikja og þegar réttinda og siðferðisbaráttan var ekki komin jafn langt áleiðis og í dag.

Þegar upp er staðið er LSL – Wet Dreams Don’t Dry tilraun til afturhvarfs gullaldar ævintýraleikja og þegar réttinda og siðferðisbaráttan var ekki komin jafn langt áleiðis og í dag. Hlutar leiksins koma ágætlega út þegar er skoðað hvernig Larry gengur að fóta sig í breyttum heimi, vandinn er að það er ekki farið nógu langt með það, einnig fer leikurinn mjög varlega í að vera of djarfur og hefði verið hægt að gera margt skemmtilegt án þess að vera of gróft eða óviðeigandi.

Leikurinn skilur eftir nokkrar spurningar á sögu Larry og hvernig hann endaði í þessum vandræðum, það er vonandi að næsti leikurinn í seríunni (ef þessi gengur nógu vel), muni víkka út hugmyndirnar og sögu Larry og koma með betri blöndu af því gamla og nýja úr ævintýra leikjum.

Leikurinn kostar um $29.99/€29.99 sem er í kringum 4000 kr. sem passlegt verð fyrir svona leik. Fyrir flesta þá nema gallharða Larry aðdáendur þá er spurning að bíða eftir að þessi lækki aðeins í verði áður en hoppað er á hann.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑