Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Middle-Earth: Shadow of War losar sig við umdeilda loot boxes
    Fréttir

    Middle-Earth: Shadow of War losar sig við umdeilda loot boxes

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson19. júlí 2018Uppfært:19. júlí 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir stuttu kom út frí uppfærsla fyrir leikinn Middle-Earth: Shadow of War sem fjarlægði hið umdeilda peninga „loot box“ kerfi sem var í leiknum þegar hann kom út í fyrra. Efnahag leiksins er breytt en auk þess eru ótal aðrar breytingar í uppfærslunni sem gera leikinn betri í spilun og útlitið flottara.

    Í upprunalega kerfi leiksins var hægt að kaupa „War Chests” sem innihélt mjög sterka orka sem gátu breytt spilun leiksins þér í hag. Þetta var sérstaklega áberandi í síðari hluta leiksins þegar leikurinn ýtti spilaranum á köflum í að eyða peningum nema að honum langaði að eyða ótal tíma í að „grinda“ í leiknum til að komast áfram.

    Þetta dró úr annars fínum leik og var hluti af stórri umræðu í fyrra um hlutverk „loot boxes“ í tölvuleikjum og hvernig það kerfi var að verða að peningaplokki.

    Monolith Productions, hönnuðir leiksins, hafa notað tækifærið og breytt nafni síðasta hluta leiksins úr Shadow Wars yfir í Epilogue. Sigrar í Epilogue munu verðlauna leikmenn með „Masks of the Nazgûl“ sem opna fyrir nýja krafta, þ.á.m. þann möguleika að endurreisa þá dauðu. Einnig er í boði endalaus hluti sem leyfir fólki að halda áfram að spila leikinn að loknum kreditlista.

    Monolith hefur einnig bætt Nemesis óvinakerfi leiksins með fleiri hæfileikaríkari orkum, fleiri þjálfunarskipunum og möguleikann á að fylgjendur þínir færi þér gjafir, hægt er að ná uppí lvl. 80 núna og eftir það halda áfram að fá stig í hæfileikatréð.

    Þessar breytingar ættu að gera leikinn mjög spennandi til að kíkja á aftur, eða í fyrsta sinn, ekki verra er ef þið spiluðu Middle-Earth: Shadow of Mordor því þá er hægt að færa uppáhalds vina og óvina orkana yfir í nýja leikinn.

    Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðu Monolith.

    loot box loot crate Middle-Earth Shadow of War
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNEXT markar nýtt upphaf fyrir No Man’s Sky
    Næsta færsla Leikjarýni: Danger Zone 2 – „bara eitt skipti enn!”
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.