Því miður fylgdi enginn útgáfudagur með sýnishorninu…
Sony hóf E3 kynningu sína þetta árið með því að sýna langt brot úr The Last of Us Part II. Í myndbrotinu er sögu og spilun tvinnað saman. Leikurinn virðist ætla að bjóða upp á fjölbreytta upplifun þar sem hasar, stealh-spilun og tilfinningarík saga myndar áhugaverða og spennandi útkomu. Því miður fylgdi enginn útgáfudagur með sýnishorninu svo enn er óvíst hvenær leikurinn er væntanlegur í verslanir, mögulega þurfum við að bíða til ársins 2020.
Ghosts of Thushima er hack-n-slash leikur sem býður upp á margt fyrir augað út frá sýnishorninu að dæmi. Í sýnishorninu fáum við að kynnast bardagahluta leiksins auk þess að sjá hluta af hinum risavaxna heimi sem leikurinn hefur upp á að bjóða.
