Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Betri vopn og fleiri djöflar í DOOM Eternal

Sýndur var blóðug og grimm stikla á E3-kynningu Bethesda, sem getur bara þýtt eitt. Og það er meira af DOOM! Leikurinn frá 2016 var tær snilld og kom mikið á óvart, sérstaklega eftir vandræði tengd framleiðslu hans. Leikurinn kom út fyrir Nintendo Switch í fyrra og kom vel út á þeirri leikjatölvu.

Betri vopn, fleiri djöflar, eyðilegging á jörðinni, allt er þetta hluti af nýja leiknum. QuakeCon í ágúst mun verða vetvangurinn fyrir nánari kynningu af leiknum og var þessi stutti hluti bara til að gera fólk spennt.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑