Fréttir
Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
E3 2018: Betri vopn og fleiri djöflar í DOOM Eternal
Sýndur var blóðug og grimm stikla á E3-kynningu Bethesda, sem getur bara þýtt eitt. Og það er meira af DOOM! Leikurinn frá 2016 var tær snilld og kom mikið á óvart, sérstaklega eftir vandræði tengd framleiðslu hans. Leikurinn kom út fyrir Nintendo Switch í fyrra og kom vel út á þeirri leikjatölvu.
Betri vopn, fleiri djöflar, eyðilegging á jörðinni, allt er þetta hluti af nýja leiknum. QuakeCon í ágúst mun verða vetvangurinn fyrir nánari kynningu af leiknum og var þessi stutti hluti bara til að gera fólk spennt.
Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!