Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Tölvuleikir í námi og kennslu
    Greinar

    Tölvuleikir í námi og kennslu

    Höf. Bjarki Þór Jónsson20. maí 2018Uppfært:22. maí 2018Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Leikir hafa verið hluti af menningu okkar í gegnum söguna og eru mun eldri en marga grunar. Til dæmis má nefna Royal Game of Ur, sem er eitt elsta borðspil sem fundist hefur en það spil er talið vera frá árinu 2.500 f.Kr. Í gegnum aldirnar hafa leikir þróast og hafa haldið áfram að þróast samhliða tækninni. Árið 1972 var merkilegt ár í sögu tölvuleikja þegar að PONG spilakassinn kynnti umheiminum fyrir tölvuleikjaheiminum. Í raun eru tölvuleikir aðeins einn angi þess sem leikjaheimurinn hefur upp á að bjóða, en í grunninn má skilgreina alla leiki, sama hvort um sé að ræða tölvuleiki, borðspil eða aðra leiki, á sama hátt.

    „A game is a system in which
    players engage in an artificial
    conflict, defined by rules, that
    results in a quantifiable outcome.“
    – Salen & Zimmerman (2003)

    Leikjaúrvalið er orðið það mikið og leikjaflokkarnir orðnir það margir að flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

    Tölvutækni og tölvuleikir hafa þróast ört á stuttum tíma. Á aðeins örfáum áratugum hafa tölvuleikir þróast úr einföldum og mínimalískum leikjum yfir í risavaxna þrívíddarheima og sýndarveruleika. Í dag er tölvuleikjaflóran orðin gífurlega fjölbreytt. Leikjaúrvalið er orðið það mikið og leikjaflokkarnir orðnir það margir að flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Flestir tölvuleikir eru fyrst og fremst hannaðir með skemmtanagildi í huga en til eru leikir þar sem aðrar áherslur eru lagðar fram. Þar má  nefna kennsluleiki, sem eru sérstaklega hannaðar með nám og kennslu í huga. Einnig eru til svokallaðir hugvekjuleikir (social impact games) sem ýtir undar að spilarann hugsi djúpt um valið málefni sem leikurinn tekur fyrir. Einnig má nefna alvarlega leiki (serious games) sem eru ekki endilega hannaðir með skemmtanagildi í huga, heldur eru gerðir til dæmis til að þjálfa ákveðna hegðun eða viðbrögð.

    Tölvuleikir geta nýst vel í námi og kennslu. Í tölvuleikjum fá nemendur tækifæri til þess að að kynnast fjölbreyttum heimum og bregða sér í ýmiskonar hlutverk. Það sem gerir tölvuleiki sérlega góða sem kennslutæki er þó fyrst og fremst gagnvirknin. Í tölvuleikjum er nauðsynlegt að nemandinn/spilarinn taki virkan þátt í leiknum, því annars gerist ekkert. Tölvuleikir gefa nemendum svo endurgjöf samstundis þar sem þeirra ákvörðun hefur beinar afleiðingar í för með sér í tölvuleiknum. Ekki má svo gleyma því eins og áður sagði að flestir leikir eru hannaðir með skemmtanagildi í huga og bjóða upp á tækifæri til að gera námið fjölbreytt og skemmtilegt.

    Fjölmarga leiki má nota í kennslu. Til dæmis í nýjasta Assassins Creed leiknum er hægt að spila Discovery Tour viðbót þar sem spilarinn fær tækifæri til að skoða sig um í Egyptalandi og fræðast um menningu þeirra og skoða merka muni, þar á meðal píramídana, bókasafnið í Alexandríu, arkitektúr og Vitann mikla. Viðbótin var unnin í samstarf við sérfræðinga í sögu Egyptalands hins forna og rík áhersla lögð á að sögulegar staðreyndir séu réttar. Annað dæmi sem má nefna er tölvuleikurinn PeaceMaker sem er hannaður sem alvarlegur leikur. Í PeaceMaker fer spilarinn með hlutverk valdamanna í Palestínu og Ísrael og þarf að kynna sér báðar hliðar málsins í deilunum á því svæði, taka erfiðar ákvarðanir og takast á við óvæntar uppákomur.

    Tölvuleikir bjóða upp á marga möguleika en nauðsynlegt er að þekkja hvaða tölvuleikir eru í boði og hvaða tölvuleikir henta best að hverju sinni. Það getur verið tímafrekt fyrir kennara að afla sér upplýsinga um hvaða tölvuleikir henta hverju sinni, og jafnvel enn tímafrekara ef kennarinn spilar ekki tölvuleiki. Um þessar mundir stendur yfir norrænt Nordplus Horizontal samstarfsverkefni þar sem unnið er að því að skapa vettvang þar sem kennarar geta miðlað og sótt sér upplýsingar um tölvuleiki sem henta vel í kennslu í mismunandi fögum. Með þessum hætti verða upplýsingar aðgengilegri kennurum og auðvelda leikjaval og notkun þeirra. Hægt er að lesa nánar um samstarfsverkefnið hér á vef verkefnisins.

    DGBL kennsla tölvuleikir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaIsle of Games – Dagur leikja og lista í IÐNÓ 19. maí
    Næsta færsla Kíkt á Isle of Games leikjahátíðina
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.