Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Bókarýni: Sólhvörf – „Skemmtilegur heimur að skyggnast í“
    Bækur

    Bókarýni: Sólhvörf – „Skemmtilegur heimur að skyggnast í“

    Höf. Erla Erludóttir8. desember 2017Uppfært:8. desember 2017Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sólhvörf er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen og samkvæmt heimasíðu hans er von á þriðju sögunni um mæðgurnar Brá og Bergrúnu. Einnig hefur hann gefið út ljóðabækur og þríleikinn Saga eftirlifenda.

    Aðalsöguhetjur sögunnar eru mæðgurnar Bergrún og Brá. Bergrún er huldumiðill og er ráðin til starfa hjá lögreglunni og aðstoðar við að komast til botns í barnshvarfi, þar sem yfirnáttúrulega öfl virðast vera að verki. Mæðgurnar ásamt fríðu föruneyti fara yfir í Hulduheim í leit að börnunum.

    Skemmtilegur heimur að skyggnast í og er hann ríkur af persónum úr þekktum þjóðsögum sem flest okkar ættu að kannast við. Mæðgurnar báðar eru mjög sterkir karakterar, en þó Brá sérstaklega. Þrátt fyrir ungan aldur, hún er aðeins tvítug, sýnir hún að hún kallar ekki allt ömmu sína. Á vissan hátt er þetta þroskasaga ungrar stúlku sem er að feta sín fyrstu skref í heimi sem er í raun mjög ólíkur okkar eigin.

    Þrátt fyrir að Bergrún geri allt sem í hennar valdi stendur til að bjarga börnunum þá er hún sjálfselsk. Undir niðri eru ástæður hennar að fara yfir í Hulduheim aðrar en þær sem hún gefur uppi. Á vissan hátt má segja að hún sé með áráttu fyrir því yfirnáttúrulega, og vill ólm þróa hæfileika sína enn frekar sama hvað það kostar hana.

    Frábær bók sem tvinnar saman íslenskum þjóðsögum við hversdagsleikann eins og við þekkjum hann. Frábært að lesa bók þar sem fleiri en ein sterk kvenhetja er áberandi. Skemmtilega skrifuð og heldur manni auðveldlega við efnið, eins eru margar skemmtilegar en jafnframt fremur ógeðfelldar persónur sem poppa upp kollinum. Sólhvörf á klárlega heima undir jólatrénu og ætti að vera gjöf allra sem hafa gaman af spennusögum og ævintýrum.

    Emil Hjörvar Petersen Sólhvörf
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSteam útsala í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finnlands
    Næsta færsla Breath of the Wild valinn leikur ársins á The Game Awards 2017
    Erla Erludóttir

    Svipaðar færslur

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018

    Hrollvekjuprinsinn Joe Hill

    7. júlí 2018

    Vettvangur fyrir íslenska furðusagnaaðdáendur

    28. júní 2018

    Ný íslensk rafræn leikjabók – tímaflakk á gullöld íslams

    23. febrúar 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.