Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Contradiction – „Öðruvísi morðgátuleikur“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Contradiction – „Öðruvísi morðgátuleikur“

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson21. maí 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Contradiction er morðgátuleikur þar sem spilarinn leikur rannsóknarlögreglumanninn Jenks sem hefur eina kvöldstund til að komast að því hvort nýlegt dauðsfall í þorpi einu sé sjálfsmorð eða morð. Leikurinn er rekinn áfram eingöngu af myndskeiðum og snýst leikurinn um að finna misræmi í sögum fólks sem þú tekur viðtöl við.

    Ef þú hefur gaman af því að horfa á breska morðgátuþætti sem gerast í litlum þorpum þá er óhætt að mæla með þessum leik. Leikurinn er sáraeinfaldur, maður notast við músina til þess að ferðast um þorpið og tala við fólk. Það er ekki hægt að gera mistök í leiknum en það er alveg hægt að vera fastur í honum því maður hefur ekki fattað hvar misræmin leynast í svörum fólks. Einnig getur verið að maður hafi ekki hitt persónu eða fundið hlut á ákveðnum stað til þess að koma manni á sporið.

    Jenks er pínu furðufugl að því leiti að hann er illa búinn sem rannsóknarlögreglumaður því hann er ekki með gemsa né vasaljós á sér en er þó með skrifblokkina góðu þar sem hann gómar fólkið í lyginni.

    Tim Follin er maðurinn á bakvið leikinn en hann er líklegast þekktastur fyrir tónlist sína í tölvuleikjum á sínum 17 ára ferli áður en hann skipti yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Mæli með því að leita af tónlistinni hans á YouTube, algjör snilld. T.d. sturluð tónlist við Pictionary á NES af öllum leikjum. Hann fjármagnaði leikinn í gegnum Kickstarter og allar senurnar voru teknar árið 2014 en leikurinn kom út ári seinna.

    Helsti gallinn við leikinn er að ekki er hægt að nota svör annarra þegar maður er að reyna góma fólk í lyginni en þá hefði leikurinn verið mun flóknari og stærri.

    Allt sem var tekið upp er fagmannlega gert, þó svo að þetta hafi verið tekið upp í einni runu og að degi til. Þegar líður á kvöldið eru myndskeiðin lituð blá sem er kannski ekki eins raunsætt en miðað við fjármagnið sem þeir unnu með þá er þetta alveg fyrirgefanlegt. Engin stór nöfn leika í leiknum nema kannski einn þá, Paul Darrow sem er þekktastur fyrir að vera í bresku vísindaskáldsöguþáttunum Blake’s 7. Hann er alveg magnaður hvað hann nær að gera mikið þó hann sé bara sitjandi að svara spurningum. Helsti gallinn við leikinn er að ekki er hægt að nota svör annarra þegar maður er að reyna góma fólk í lyginni en þá hefði leikurinn verið mun flóknari og stærri.

    Hér er vefsíða leiksins: http://baggycat.com/contradiction/

    Contradiction náði að heilla mig með sögunni og það er einmitt það sem skiptir mestu máli í svona týpu af leikjum. Eftir frekari grennslan þá eru svokallaðir FMV (full motion video) leikir að koma sterkir inn nýverið. Þó svo að sumir segi að þetta sé ekki alvöru leikur þá er þetta góð afþreying og þarf maður aðeins að hugsa til að komast að endalokum.

    Contradiction FMV
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaUbisoft kynna Far Cry 5, The Crew 2 og nýjan Assassin’s Creed
    Næsta færsla Nýtt Starborne myndband – Opnað fyrir alfa umsóknir
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.