Leikjarýni

Birt þann 21. maí, 2017 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Contradiction – „Öðruvísi morðgátuleikur“

Leikjarýni: Contradiction – „Öðruvísi morðgátuleikur“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Öðruvísi morðgátuleikur í anda breskra morðgátuþátta sem gerast í litlu þorpi með svolítið skrítinni rannsóknarlöggu.

3

Ágætur


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Contradiction er morðgátuleikur þar sem spilarinn leikur rannsóknarlögreglumanninn Jenks sem hefur eina kvöldstund til að komast að því hvort nýlegt dauðsfall í þorpi einu sé sjálfsmorð eða morð. Leikurinn er rekinn áfram eingöngu af myndskeiðum og snýst leikurinn um að finna misræmi í sögum fólks sem þú tekur viðtöl við.

Ef þú hefur gaman af því að horfa á breska morðgátuþætti sem gerast í litlum þorpum þá er óhætt að mæla með þessum leik. Leikurinn er sáraeinfaldur, maður notast við músina til þess að ferðast um þorpið og tala við fólk. Það er ekki hægt að gera mistök í leiknum en það er alveg hægt að vera fastur í honum því maður hefur ekki fattað hvar misræmin leynast í svörum fólks. Einnig getur verið að maður hafi ekki hitt persónu eða fundið hlut á ákveðnum stað til þess að koma manni á sporið.

Jenks er pínu furðufugl að því leiti að hann er illa búinn sem rannsóknarlögreglumaður því hann er ekki með gemsa né vasaljós á sér en er þó með skrifblokkina góðu þar sem hann gómar fólkið í lyginni.

Tim Follin er maðurinn á bakvið leikinn en hann er líklegast þekktastur fyrir tónlist sína í tölvuleikjum á sínum 17 ára ferli áður en hann skipti yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Mæli með því að leita af tónlistinni hans á YouTube, algjör snilld. T.d. sturluð tónlist við Pictionary á NES af öllum leikjum. Hann fjármagnaði leikinn í gegnum Kickstarter og allar senurnar voru teknar árið 2014 en leikurinn kom út ári seinna.

Helsti gallinn við leikinn er að ekki er hægt að nota svör annarra þegar maður er að reyna góma fólk í lyginni en þá hefði leikurinn verið mun flóknari og stærri.

Allt sem var tekið upp er fagmannlega gert, þó svo að þetta hafi verið tekið upp í einni runu og að degi til. Þegar líður á kvöldið eru myndskeiðin lituð blá sem er kannski ekki eins raunsætt en miðað við fjármagnið sem þeir unnu með þá er þetta alveg fyrirgefanlegt. Engin stór nöfn leika í leiknum nema kannski einn þá, Paul Darrow sem er þekktastur fyrir að vera í bresku vísindaskáldsöguþáttunum Blake’s 7. Hann er alveg magnaður hvað hann nær að gera mikið þó hann sé bara sitjandi að svara spurningum. Helsti gallinn við leikinn er að ekki er hægt að nota svör annarra þegar maður er að reyna góma fólk í lyginni en þá hefði leikurinn verið mun flóknari og stærri.

Hér er vefsíða leiksins: http://baggycat.com/contradiction/

Contradiction náði að heilla mig með sögunni og það er einmitt það sem skiptir mestu máli í svona týpu af leikjum. Eftir frekari grennslan þá eru svokallaðir FMV (full motion video) leikir að koma sterkir inn nýverið. Þó svo að sumir segi að þetta sé ekki alvöru leikur þá er þetta góð afþreying og þarf maður aðeins að hugsa til að komast að endalokum.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑