Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: 1-2-Switch – „2-1-komið gott“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: 1-2-Switch – „2-1-komið gott“

    Höf. Daníel Rósinkrans8. maí 2017Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þegar Nintendo hélt Nintendo Switch kynninguna um miðjan janúar var ekki alveg vitað við hverju var að búast á þeirri kynningu. Kynningin á sjálfri leikjatölvunni var að sjálfsögðu hápunktur hennar en hvaða leikir væru fáanlegir á útgáfudegi var mikið í umræðunni.

    1-2-Switch leit þá fyrst dagsins ljós og má lýsa honum sem einhvers konar safni af smáleikjum sem hafði þann tilgang að kynna fólki fyrir nýju stýripinnunum, „Joy-Con“, sem skarta að sjálfsögðu hreyfiskynjun. Nintendo hafa áður farið þessa leið með Wii Sports og Nintendoland fyrir Wii U.  Okkar spurning er auðvitað sú hvort 1-2-Switch beri sama keim sem fyrrnefndu leikir höfðu með í för við útgáfu leikjavélanna beggja.

    Þegar Nintendo Switch kom út hér á landi þann 3. mars síðastliðinn var ekki mikið af leikjum að velja úr, að minnsta kosti ekki í verslunum landsins. Til að fjölga örlítið í safninu var ákveðið að grípa 1-2-Switch með svo maður hefði eitthvað úrval á fyrsta degi. Nintendo eru þekktir fyrir það að reyna eitthvað nýtt og þá sérstaklega að keyra áfram hreyfiskynjunina sem tókst svo vel fyrir Wii á sínum tíma. Miðað við fyrstu kynninguna fyrir Nintendo Switch í október í fyrra virtist vera nokkuð ljóst að þeir væri tilbúnir að yfirgefa þann vettvang. En raunin var allt önnur.

    1-2-Switch er í raun jafn kjánalegur í spilun eins og hann lítur út fyrir að vera. Leikurinn skartar 28 smáleikjum sem endast yfirleitt aldrei lengur en eina mínútu hver. Það fer þó eftir hæfni hvers og eins spilara. Leikjunum er svo raðað niður eftir erfiðleikastigum þar sem þeir eru miserfiðir í spilun, þ.e.a.s. hvernig hreyfiskynjuninni er beitt hverju sinni.

    1-2-Switch er í raun jafn kjánalegur í spilun eins og hann lítur út fyrir að vera. Leikurinn skartar 28 smáleikjum sem endast yfirleitt aldrei lengur en eina mínútu hver.

    Að mjólka kú, einvígi í villta vestrinu, borðtennis, hnefaleikar og danskeppni eru aðeins hluti af þeim þrautum sem eru í boði í 1-2-Switch. Þau spilast eiginlega nákvæmlega eins og þú myndir halda að þau gera, bara við það að nefna þessar greinar. Þær geta verið skemmtilegar í fyrstu þrjú skiptin en verða fljótlega þreytt eftir það. Að spila með nýjum einstaklingum getur þó haldið fjörinu gangandi svo leikurinn kemur sér vel í hinum og þessum samkvæmum. Það er svo sem ekkert nýtt að finna í 1-2-Switch sem maður hefur ekki prófað á dögum Wii leikjatölvunnar. Leikurinn notast þó við „HD-Rumble“ eiginleikann sem einkennir Joy-Con fjarstýringuna en þeir smáleikir sem styðja við þann eiginleika eru alls ekkert ómissandi. Langt því frá.

    Hægt er að spila leikinn á tvo vegu. Annað hvort sem 1-2-Switch þar sem leikmenn skiptast á að velja þrautir (val að handahófi er einnig í boði), eða þá sem liða keppni sem færir örlítið meira fjör í leikinn. Liðin skiptast í tvö lið, rautt og blátt, þar sem liðsmenn eiga keppast við að komast í mark, ekki ósvipað fyrirkomulag sem þekkist í hinu fræga Snákar-og-Stigar borðspilinu. Það lið sem vinnur þrautina fær svo að snúa hjóli sem þeytir þeim áfram á borðinu og ný þraut tekur við.

    Leikurinn er alls ekki svo vitlaus eða slæm hönnun, en verðið á honum er það hins vegar.

    Leikurinn er alls ekki svo vitlaus eða slæm hönnun, en verðið á honum er það hins vegar. 1-2-Switch kostar næstum því það sama og hver annar stórleikur út í búð, $50 Bandaríkjadali eða um 8.000 krónur hér á landi. Fyrir þann litla tíma sem hefur verið varið í leiknum er það full mikið. Hefði verðið verið nær 3.000 kr. værum við kannski að tala betur saman. Í upphafi hverrar þrautar er hægt að fylgjast með kynningarmyndbandi sem útskýrir vel hvernig sá leikur fer fram. Þannig geta nýir spilarar auðveldlega dottið inn og eiga mikinn möguleika á þann sem hefur spilað þrautina oftar.

    Það er erfitt að mæla með 1-2-Switch, þrátt fyrir dræmt úrval af Nintendo Switch leikjum þessa dagana. Leikurinn er einfaldlega allt of dýr í núverandi mynd og hefðu Nintendo betur átt að láta leikinn fylgja með hverri seldri Switch vél. Eins og kom fram hér fyrir ofan getur leikurinn þó verið dálítið skemmtilegur í margmenni og þá sérstaklega með nýjum spilurum. Spilarar með mikið keppniskap eiga ekki eftir að finna fyrir neinni pressu þar sem grín og glens eru aðalega við völd sem getur verið ákveðinn kostur.

    1-2-Switch er dæmigerður leikur sem manni langar alltaf pínu lítið til þess að prófa, þó það væri ekki nema einu sinni, sem endar svo fljótt uppi í hillu.

    Þeir sem hafa ekki orðið sér út um 1-2-Switch ættu að halda þeirri stefnu og verja peningnum frekar í áhugaverðari leiki sem finnast í eShop, vefverslun Switch. 1-2-Switch er dæmigerður leikur sem manni langar alltaf pínu lítið til þess að prófa, þó það væri ekki nema einu sinni, sem endar svo fljótt uppi í hillu.

    1-2-Switch nintendo Nintendo Switch
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNý stikla fyrir Blade Runner 2049 – spennan magnast!
    Næsta færsla Spilarýni: Unlock! – „snilldarlega hannað“
    Daníel Rósinkrans

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.