Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: 7 Wonders
    Spil

    Spilarýni: 7 Wonders

    Höf. Ingunn Jóna Þórhallsdóttir14. mars 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    7 Wonders gerist á tímum forngrikkja. Hver leikmaður ræður yfir einni af sjö stórborgum Grikkja til forna og tilgangur leiksins er að sanka að sér auðlindum, byggingum, her o.fl. Spilið gerist á þrem öldum og á hverri öld fær hver leikmaður 7 spila bunka á hendi. Hann velur sér svo eitt spil og lætur bunkann ganga til næsta manns. Allir leikmenn byggja svo spilið sitt og borga fyrir það með auðlindum eða peningum eftir því sem við á. Bunkarnir ganga svo hringinn þar til allir hafa lagt niður 6 spil á hverri öld. Spilabunkarnir ganga svo mismunandi hring eftir því hvaða öld er í gangi svo leikmenn verða að vera vakandi fyrir borgunum beggja megin við sig, fylgjast með hvað aðrir eru að byggja og mögulega koma í veg fyrir að spilari fái spil sem hann vantar.

    Spilin hafa mismunandi eiginleika. Hægt er að styrkja herinn sinn, byggja auðlindir sem auðvelda manni kaup á dýrari spilum, byggja spil sem gefa af sér stig, fá ýmsa bónusa og margt fleira. Á hverri öld verða spilin dýrari og gefa af sér meira. Einnig er hægt að fá spil frí á öld tvö og þrjú fyrir það eitt að hafa byggt annað spil á fyrri öldum. Til að eignast spil er ekki nauðsynlegt fyrir leikmenn að eiga allar auðlindir sem tiltekið spil kostar. Leikmenn geta keypt auðlindir af nágrannaborgum fyrir pening, svo nauðsynlegt er að fylgjast vel með hvað sessunautarnir eru að byggja því það hefur áhrif á þinn leik. Spilið klárast svo þegar búið er að byggja síðasta spil þriðju aldar, þá eru stigin tekin saman.

    7 Wonders er mjög skemmtilegt spil. Það sem gerir spilið skemmtilegast að mínu mati er hversu mikil áhrif þú getur haft á aðra leikmenn með því sem þú byggir. Svo er það svo óútreiknanlegt. Það er ekki auðvelt að giska á hver vinnur því stigin sem hver leikmaður fær koma alls staðar frá. Hægt er að fara margar mismunandi leiðir í spilinu sem hver um sig getur skilað manni sigri ef maður spilar rétt úr því sem maður hefur. Annað sem ég hef tekið eftir við 7 Wonders. Öll tákn sem fylgja borgunum og á spilunum eru mjög vel útfærð og mjög lýsandi. Augljóst er að mikið var lagt í útlitshönnunina og það gefur þessu spili mikinn karakter.

    Ókostirnir eru þó nokkrir líka. Stærsti ókosturinn er líklegast umfangið á spilinu. Það þarf mikið borðpláss, þar sem borgirnar stækka og dreifa úr sér eftir því sem líður á spilið. Einnig er það frekar tímafrekt í uppsetningu. En þegar á heildina er litið er 7 Wonders ofarlega á vinsældarlistanum og klárlega eitthvað sem á heima í spilasafninu.

    7 Wonders spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaPSVR hreyfiskynjun endurbætt með uppfærslu
    Næsta færsla Eric M. Lang ráðinn til CMON
    Ingunn Jóna Þórhallsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.