Fréttir

Birt þann 14. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PSVR hreyfiskynjun endurbætt með uppfærslu

Í seinustu viku var fastbúnaður (e. firmware) PlayStation 4 leikjatölvunnar uppfærður í útgáfu 4,5. Með nýju uppfærslunni var tvívíð grafík endurbætt fyrir PlayStation VR sýndarveruleikagleraugun, bætt raddstýringu við fjarspilun (e. remote play) og fleira. Ítarlegri lista má finna hér á bandaríska PlayStation blogginu.

Einn þeirra þátta sem var ekki sérstaklega listaður var endurbæting á hreyfiskynjun (e. tracking) Move stýripinnana fyrir PS VR. Nokkuð hefur vantað uppá nákvæmni og stöðugleika skynjunarinnar fyrir uppfærsluna en það hefur lagast mikið eftir uppfærsluna samkvæmt iWaggleVR, miðli sem sérhæfir sig á sviði PS Move og PSVR. Við nördarnir höfum ekki náð að prófa PSVR eftir 4,5 uppfærsluna en í þessu myndbandi þar sem iWaggleVR ber saman hreyfiskynjunina fyrir og eftir nýju uppfærsluna þá er þetta klárlega skref í rétta átt hjá Sony.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑