Fréttir

Birt þann 10. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

EVE Online tilnefndur til BAFTA verðlauna

Fjölspilunarleikurinn EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP er tilefndur til BAFTA verðlauna í ár. Leikurinn er tilnefndur í flokknum Evolving Games, eða leikir í þróun, og keppir við Destiny: Rise of Iron, Elite Dangerous: Horizons, Final Fantasy XIV: Online, Hitman og Rocket League um titilinn.

Í ár eru það leikirnir Firewatch, INSIDE, Overwatch, Stardew Valley, Titanfall 2 og Uncharted 4 sem eru tilnefndir sem besti leikur ársins (Best Game) á BAFTA en lista yfir allar tilnefningar má finna hér á heimasíðu BAFTA.

EVE Online var seinast tilnefndur til BAFTA verðlauna árið 2015 í svipuðum flokki (Best Persistent Game) en League of Legends hreppti verðlaunin í flokknum það árið.

BAFTA tölvuleikjaverðlaunin verða afhend fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑