Fréttir

Birt þann 4. febrúar, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tölvunördasafnið á UTmessunni 2017

Tölvunördasafnið verður með sýna fyrstu sýningu á UTmessunni í ár, en þar geta gestir skoðað og prófað gamla tölvuleiki og leikjatölvur. Á heimasíðu UTmessunnar stendur:

„hægt verður að prufa gamlar leikjatölvur á staðnum, allt frá gamlar pong vélar […] einnig verða Nintendo NES, SNES, Sinclair, Commodore, Atari og margar aðrar tölvur. Einnig verða gamlir munir sýndir í sýningarskápum sem teljast til sjaldgæfra fjársjóða og tengjast sögu tölvuleikja. Á svæðinu verða svo sérfræðingar til svara spurningum áhugasamra sem og einnig að sýna hvernig má nota nútíma tækni í eldri leikjavélum.“

Yngvi Þór Jóhannsson hefur verið að safna gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum í gegnum tíðina, en hann er maðurinn á bak við Tölvunördasafnið sem „verður lítið safn sem mun innihalda tölvuleiki og tölvur frá upphafi heimilistölvunar til dagsins í dag.“ eins og fram kemur í Facebook-hópi Tölvunördasafnsins. Safnið opnaði nýlega heimasíðu á ensku sem hægt er að skoða hér; retrogamingmuseum.com.

Opinn dagur UTmessunnar 2017 er í dag í Hörpu milli kl. 10:00 og 17:00

Myndband: Mbl.is spjallaði við Yngva og kíkti á safnið í gær.

Mynd: Tölvunördasafnið á Facebook

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑