Fréttir

Birt þann 4. desember, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

Playstation Experience 2016 – stiklur

Leikirnir sem voru sýndir á Playstation Experience ráðstefnunni voru mjög fjölbreytilegir og lofa góðu þrátt yfir að það sé lítið um nýjar sögur, þetta eru nær allt framhaldsleikir. En næsta ár verður gott ár. Hérna eru þeir helstu að mati undirritaðs (við skrifuðum um Death Stranding í gær)

The Last of Us Part II – Flottur trailer sem gefur ekki mikið upp. Enginn útgáfudagur ennþá.

Crash Bandicoot: N. Sane Trilogy – Naughty Dog hefur tekið fyrstu þrjá leiki grafíklega algerlega í gegn. Kemur út 2017

The Last Guardian – Kemur út 6.des nk. og margir búnir að bíða eftir þessum með eftirvæntingu enda var byrjað á honum 2007. Stefnir í einstakan leik af sama meiði og Ico og Shadow of the Colossus.

Nioh – Ég veit ekkert um þennan leik en hann er flottur og ég er að finna fyrir smá Dark Souls fíling sem er nóg fyrir mig.

Persona 5 – Keypti Persona 4 á PS3 um daginn og nú skil ég af hverju þetta er svona vinsæl sería. Persona leikirnir eru ólíkir öðrum JRPG leikjum þá helst vegna nútímalegs umhverfis og hreinlega betri karaktera. Það verður spennandi að prófa þennan. Hann er löngu kominn út í Japan en enska útgáfan hefur tekið heilmikinn tíma og er núna sett á 4. apríl 2017.

Gran Turismo Sport – Ef maður fær sér einhvern tímann 4k sjónvarp og Playstation Pro þá er þetta málið. Hann kemur út 2017.

Uncharted: The Lost Legacy – Athyglisverð spilunarstikla og sýnir að Uncharted serían er að prófa nýja hluti. Hérna er áherslan á að læðast um og aðalsöguhetjan núna virðist vera Chloe Frazer þ.e.a.s. þessi dökkhærða í Uncharted seríunni. Kemur út 2017

 

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑