Fréttir

Birt þann 13. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2016: Bethesda kynnir Prey

Arkane Studios í samstarfi við Bethesda vinnur nú að gerð á endurræsingu á fyrstu persónu skotleiknum Prey. Arkane Studios er leikjafyrirtækið á bakvið Dishonored leikina. Upprunalegi Prey leikurinn kom út árið 2006 en endurræsta útgáfan mun ekki apa beint eftir eldri leiknum heldur verður leikurinn breyttur að einhverju leyti. Leikurinn gerist árið 2032 í geimskipi þar sem geimverur hafa tekið yfir og er það hlutverk spilarans að komast lífs af með því að nota vit og vopn að leiðarljósi. Leikurinn er væntanlegur á næsta ári á PC, PS4 og Xbox One.

Stikla úr Prey

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑