Birt þann 4. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi
Topp 5 ofurhetjuþemu síðustu ára
Listinn er að sjálfsögðu aðeins álit undirritaðs og miðast við ofurhetjumyndir síðustu ára.
5. Avengers Assemble – The Avengers (Alan Silvestri)
Íkoniskt ofurhetjuþema fyrir myndina sem byrjaði nýjasta blómaldarskeið ofurhetjumynda
4. Captain America: Winter Soldier – Winter Soldier (Henry Jackman)
Þetta er rokkaðra lag en gengur og gerist í svona myndum en er með frábæra uppbyggingu og mikinn kraft.
3. Man of Steel – Terraforming (Hans Zimmer o.fl.)
Hans Zimmer kann sitt fag. Það er rosaleg orka í Terraforming, jafnvel á rólegu köflunum. Þetta er eitt af þessum kvikmyndaþemalögum sem maður heldur að hafi náð hámarki en svo bara fer það hærra og hærra.
2. X-men: First Class – First Class (Henry Jackman)
Það er svo mikil bjartsýni og hetjunostalgía í þessu lagi að maður kemst strax í gírinn þegar maður heyrir það. Frábært þema.
1. Dark Knight Rises – Rise (Hans Zimmer o.fl.)
Það er erfitt að velja eitt lag úr öllum Dark Knight myndunum en Rise vel ég því að það er epískt á þann hátt að það byrjar með látum, dettur svo niður og byggist meistaralega upp og passar frábærlega við endann á Dark Knight Rises. Virkilega gott bíómyndalag sem ég hef líklega hlustað mest á af öllum ofurhetjuþemum.
Sérstök tilnefning
Mad Max: Fury Road er ekki eiginleg ofurhetjumynd en hvílíkt þema hjá Tom Holkenberg / Junkie XL sem er að gera góða hluti um þessar myndir og vann með Hans Zimmer í Batman V Superman.