Greinar

Birt þann 14. maí, 2016 | Höfundur: Þóra Ingvarsdóttir

5 nýjar spilaviðbætur sem við hlökkum til að prófa

Gallinn við góð borðspil er að maður vill spila þau aftur og aftur, en eftir síendurteknar spilanir fer nýja brumið að fara af þeim – maður lærir öll spjöldin utanað, kann réttu viðbrögðin við öllum atburðunum, og spilið hættir að vera jafn spennandi og það var. Hvað er þá til ráða? Jú auðvitað að finna viðbót við spilið. Hér eru fimm viðbætur við vinsæl spil sem koma út síðar á árinu og við hlökkum til að sjá blása nýju lífi í gömlu góðu spilin…

Betrayal_athh_Widows_WalkBetrayal at House on the Hill: Widow’s Walk

Margir hafa beðið lengi eftir viðbót við klassíska hryllingsspilið Betrayal at House on the Hill frá Avalon Hill. Þó að grunnspilið sé hægt að spila oft án þess að það sé alltaf eins, fara sum spilin að endurtaka sig með tímanum. Widow’s Walk viðbótin mun blása nýju lífi í gamla spilið með því að bæta við það nýrri hæð á húsið, 20 nýjum herbergjum, 50 nýjum söguloksmöguleikum og ýmsum nýjum hlutum og atburðum.
Kemur út: haustið 2016

 

King_of_NY

King of New York: Power Up!

Hver fær nokkurntímann nóg af því að vera risaskrímsli og rústa borgum í samkeppni við önnur risaskrímsli? Iello Games skilja þetta vel og hér bætist því í safnið viðbót við litríku spilin King of Tokyo og King of New York. Skrímslin úr King of New York fá nú sérstaka „Evolution“ krafta eins og Tokyo skrímslin fengu í King of Tokyo: Power Up viðbótinni, og hákarlinn Sharky bætist í skrímslaflóruna.
Kemur út: í október 2016

 

Dead_of_WinterDead of Winter: The Long Night

Uppvakningaspilið Dead of Winter frá Plaid Hat Games kom út við mjög góðar undirtektir 2014, og allt bendir til þess að The Long Night viðbótin verði í svipuðum gæðaflokki. Þetta er óvenjuleg viðbót að því leyti að hún getur verið spiluð annað hvort ein og sér án grunnspilsins, eða með því. Nýjar persónur og nýjar kommúnur eftirlifenda bætast við söguheiminn, sem og dularfull rannsóknarstofa…
Kemur út: á tímabilinu júlí-október 2016

 

Elder_SignElder Sign: Omens of Ice

Elder Sign spilaseríuna þekkja flestir sem hafa áhuga á drungalegum hugarheimi H. P. Lovecraft – spilarar vinna saman til að reyna að koma í veg fyrir að forn, ill öfl gjöreyði heiminum. Omens of Ice viðbótin fylgir að mestu leyti hefðbundna fyrirkomulaginu á Elder Sign spilum, en sögusvið hennar eru að þessu sinni kaldar auðnir Alaska, þar sem umhverfið getur verið jafn hættulegt og skrímslin sem í því leynist.
Kemur út: Mjög nýlega komin út

 

 

MysteriumMysterium: Hidden Signs

Mysterium er óhefðbundið spil sem gengur út á að reyna að giska á hvaða mynd spilarinn sem er draugurinn hafi valið, útfrá vísbendingum sem hann gefur hinum spilurunum í formi myndspjalda. Eins og í spilum eins og Dixit er helsti galli spilsins að eftir endurteknar spilanir getur maður farið að þekkja myndspjöldin og merkingar þeirra of vel. Mysterium: Hidden Signs bætir við spilið fleiri myndspjöldum og einnig nýjum myndum sem spilararnir giska á, sem mun ferska upp á spilanir.
Kemur út: áætlað maí-júní 2016

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑