Birt þann 22. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Myndbönd: Sýnishorn úr EVE Online: Citadel viðbótinni
CCP kynnti nýja viðbót við EVE Online fjölspilunarleikinn á EVE Fanfest í gær. Nýja viðbótin heitir EVE Online: Citadel og í henni geta spilarar byggt nýtt mannvirki sem kallast Citadel sem býður upp á marga nýja möguleika og er eins konar heimili spilarans í EVE heiminum. Mottóið í nýju viðbótinni er: Build your Dreams – Wreck their Dreams, eða byggðu þína drauma – eyðilegðu þeirra drauma.
Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd sem sýna brot úr EVE Online: Citadel viðbótinni. Fyrra myndbandið er stikla úr EVE Online: Citadel þar sem við sjáum Citadel mannvirkið á friðartíma og undir áras. Í seinna myndbandinu er farið yfir þá möguleika sem Citadel mannvirkið býður upp á.
Nýja viðbótin kemur út 27. apríl 2016.