Leikjarýni

Birt þann 17. júlí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjarýni: The Elder Scrolls Online

Leikjarýni: The Elder Scrolls Online Nörd Norðursins

Samantekt: Það var nánast ógerlegt að hafa gaman af því að spila hann.

1.5

Falleinkunn!


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Helgi Freyr Hafþórsson skrifar:

Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins.

Mikil spenna ríkti þegar spilun leiknum var smellt í tölvuna, en sú spennan tengdist mikið eldri minningum af Skyrim, þar sem fjöldinn allur af fólki er enn að spila þann leik í dag. Hins vegar þá er mikill munir á þessum leikjum, þar sem annar er spilaður á netinu með fjölda annarra spilara en hinn er meira í því að leikmenn spila einir í sínum eigin heimi. Eitt af því sem margir Skyrim spilarar hafa beðið um lengi, að geta spilað við aðra í þessum heimi. Er þá ekki tilvalið að leggja Skyrim frá sér og byrja að spila Elder Scrolls Online?

Það sést alveg sú vinna sem lögð var í sögurnar sem eru í leiknum. Tónlistin er virkilega góð og talsetningin í leiknin er klárlega einn af styrkleikjum leiksins. Spilarar fá mikið val á hvernig þeir vilja byggja upp sinn karakter og leikurinn lítur mjög vel út en í samanburði við Skyrim þá hefði verið gaman að sjá flottara umhverfi.

ESO_01

Þrátt fyrir að Elder Scrolls Online sé MMO leikur þá spilast hann mjög svipað og Skyrim, en því miður er það einfaldlega ekki nálægt því eins skemmtileg upplifun og Skyrim hefur upp á að bjóða. Fjölspilunin er í raun ekki til staðar í þessum leik, sem er stór galli þar sem þetta er MMO leikur. Mjög erfitt er að búa til einhverja samvinnu milli spilara nema að aðilar sitji hlið við hlið, það var hrein hörmung að notast við spjallið í leiknum og oft þurfti hreinlega að slökkva á því til að halda geðheilsu. Það er var hvað mest pirrandi var að þrátt fyrir að margir spilarar voru að taka þátt í sama verkefni þá voru allir að klára það í sitthvoru lagi, sem gjörsamlega tekur í burtu allan tilgang að hjálpast að við að sigra vonda kallinn. Einnig kom það nokkrum sinnum fyrir að þegar einum spilara tókst að yfirbuga vonda kallinn þá átti það ekki við aðra spilara, s.s. þeir fengu ekki að halda áfram og þurftu að bíða eftir að vondi kallinn myndi rísa upp frá dauðum svo þeir gætu sigrað hann aftur til að geta haldið áfram. Fyrir utan hvað það var óþolandi hversu oft kom fyrir að aðrir spilarar voru einfaldlega fyrir og stálu parti af ránsfegnum, með því að bíða þar til tiltekin bardagi var búinn og næla sér í part af verðlaununum.

ESO_02

Ránsfengarnir eru líka partur af vandamáli leiksins, þar sem það er nánast ógerlegt að safna pening í leiknum. Í mörgum stórum bardögum þá eru spilarar aðeins að fá 2-4 gull peninga, sem er sérstaklega pirrandi þegar það er búið að eyða góðum tíma í tiltekið verkefni. Þar sem peningar eru svona sjaldgæfir í leiknum þá tekur það heila eilífð að vinna sér inn fyrir hesti, en ágætur hestur kostar um 17 þúsund gullpeninga og góður hestur 45 þúsund gullpeninga. Sem þýðir að spilarar eru að labba mest allan tíman í leiknum, sem er alveg skemmtilega leiðinlegt til lengdar. En þar sem spilarar þurfa að ganga svona mikið þá hlítur að vera hellingur af búnaði sem hægt er að finna með því að lenda í bardaga. Karlar ,sem tölvan stjórnar, missa nánast aldrei vopn eða góðan búnað, það er eiginlega sjaldgæfara en gullpeningar. Spilun leiksins er langt frá því að vera léleg en hún er samt eitthvað svo leiðinleg. Þú ert að gera sama hlutinn allan tíman sem spilun stendur yfir og það er engin fjölbreytni sem brýtur leikinn upp. Bardagakerfið er alltof einfald, minnir mikið á Dragon Age 2, sem er alls ekki hrós þar sem kerfið var í raun lang stærsti gallinn í þeim ágæta leik.

ESO_03

Mörg okkar höfum misjafnan smekk og misjafna túlkun á hvað gerir góðan leik, en það verður bara að viðurkennast að öll þolinmæði hvarf við spilun á þessum leik. Það var nánast ógerlegt að hafa gaman af því að spila hann, það er bara alltof of mikið sem er að leiknum út frá sjónarmiði spilarans.

Elder Scrolls Online fyrir PS4 fær algjöra falleinkun. Ef þig langar að spila leik í þessum tiltekna heimi þá skaltu setja Skyrim upp í borðtölvunni, settu inn allar viðbætur sem gera leikinn að enn fallegri leik og spilaðu hann í staðin fyrir Elder Scrolls Online.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑