Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Bókarýni: Eitthvað illt á leiðinni er
    Bækur

    Bókarýni: Eitthvað illt á leiðinni er

    Höf. Nörd Norðursins6. júlí 2015Uppfært:29. mars 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Jósef Karl Gunnarsson skrifar:

    Fyrir rúmum tveimur mánuðum kom út hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er og er afrakstur ritsmiðja sem voru haldnar í öllum þremur frístundarheimilum Kamps síðastliðinn vetur. Í safninu eru 18 smásögur en þær voru skrifaðar af 19 höfundum af báðum kynjum á aldrinum 8-9 ára. Markús Már Efraim ritstýrði bókinni ásamt því að hafa kennt og leiðbeinnt krökkunum í gegnum sex vikna námskeiðið í draugasögusmiðju. Það var síðan leitað á náðir almennings til þess að fá fjármagn til þess að geta gert bókina að veruleika í gegnum Karolina Fund.

    Þessar sögur eru mjög stuttar og því tekur ekki langan tíma að renna yfir bókina í einni setu. Hver saga er ein blaðsíða að fráskildri einni sem er þriggja blaðsíðna löng. Þó svo að uppsetning sagnanna sé svipuð þá er fjölbreytileikinn ansi mikill sem kom gagnrýnanda mjög svo á óvart. Söguhetjurnar eru börn, yfirleitt ein en aðstæðurnar og hætturnar síbreytilegar. Þar sem draugasögur hafa sínar formúlur þá er ekki mjög skrítið að þessar sögur séu keimlíkar í uppbyggingu og tala nú ekki um lokin á flestum þeirra sem lætur mann ímynda sér hræðilega hluti án þess að höfundar hafi þurft að hafa fyrir því að lýsa því. Minna er meira þegar kemur að hrollvekjum því ímyndunaraflið sér oft um að fylla inn í eyðurnar þar sem eitthvað sést ekki eða vantar.

    Þessar smásögur voru greinilegar gerðar til þess að þær séu lesnar til barna og svo bregða þeim með ópum eða snertingu líkt og maður hefur séð gert með gamlar draugasögur. Þar sem sögurnar eru svipaðar þá mundi gagnrýnandi mæla með að fara ekki í gegnum bókina alla í einum rykk ef verið er að lesa fyrir börn. Einnig mundi ég fara svo langt að ekki segja þeim titlana á sögunum því nokkrir titlar segja bara allt of mikið um hvað koma skal. Þetta hrollvekjusafn er gert enn eigulegra með vönduðum myndskreytingum fyrir hverja sögu, sem 7 myndskreytarar deildu á milli sín. Sömu sögu á við um myndirnar því þær sýna manni hvað eigi eftir að gerast í sögunni þannig að best er að njóta þeirra eftir á.

    Það er greinilegt að krakkarnir eru undir áhrifum frá gömlum draugasögum, kvikmyndum ásamt eigin reynslu og aðstæðum. Í sumum tilfellum heppnast þetta svo vel að sumar smásögurnar gætu vel verið byrjun eða endir á hryllingsmynd.

    Það er greinilegt að krakkarnir eru undir áhrifum frá gömlum draugasögum, kvikmyndum ásamt eigin reynslu og aðstæðum. Í sumum tilfellum heppnast þetta svo vel að sumar smásögurnar gætu vel verið byrjun eða endir á hryllingsmynd. Svo eru aðrar sem skilja mann eftir forvitinn og maður hefði ekkert á móti því ef sagan hefði verið lengri. En það er galdurinn við þetta safn því það lætur lesandann nota heilabúið og ímyndunaraflið fær að leysa lausum hala. Skyldukaup á hvert heimili fyrir unga sem aldna, virkilega flott bók frá hugmyndaríkum krökkum sem vilja að þú virkir þitt ímyndunarafl.

    4 stjörnur af 5 mögulegum.

    bókarýni Eitthvað illt á leiðinni er hrollvekja Josef Karl Gunnarsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Witcher 3
    Næsta færsla Ódýr verkfærapakki fyrir leikjahönnuði
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.