Fréttir

Birt þann 3. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fallout 4 væntanlegur á PS4, Xbox One og PC

Í dag tilkynnti leikjafyrirtækið Bethesda að Fallout 4 sé væntanlegur á PS4, Xbox One og PC. Sjö ár eru liðin frá útgáfu Fallout 3 en Fallout: New Vegas kom út árið 2010. Útgáfudagur hefur ekki verið kynntur en fleiri upplýsingar um leikinn verða væntanlega gefnar á E3 tölvuleikjasýningunni sem fer fram 16.-18. júní næstkomandi. Við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast vel með E3 og eigum eftir að birta fréttir og valin sýnishorn frá tölvuleikjasýningunni miklu.

Hægt er að forpanta eintak af Fallout 4 á heimasíðu Fallout 4, en samkvæmt heimildum mun nýi leikurinn gerast í Boston í Bandaríkjunum. Uppgefið verð á bandarísku netversluninni Amazon er 59,99 dalir, eða u.þ.b. 7.800 íslenskar krónur. Gera má ráð fyrir því að leikurinn eigi eftir að kosta á bilinu 10-13.000 krónur hér á landi líkt og aðrir nýir leikir í leikjatölvur.

Meðfylgjandi stikla úr Fallout 4 fylgdi tilkynningunni.

BÞJ // Heimildir: Bethesda, Fallout 4 og Kotaku

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑